Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 8
GAMLI KLÆÐSKERINN I Einni af stærri borgum Englands bjó gamall klæðskeri. Hann átti heima í gömlu, vindgisnu timburhúsi, leigði þar litla íbúð og kalda. Fáir borgarbúar hugs- uðu mikið um þennan æruverðuga öld- ung, utan þeir sem hann saumaði fötin á. Þeir komu þangað til hans, til þess að máta fötin, sem hann var að sauma fyrir þá. Síðan sóttu þeir fötin og greiddu fyrir. Klæðskerinn var hógvær, blíðlyndur og f virðulegur maður. Hann var talinn eink- ar fátalaður, er hann mætti sambýlismönn- um sínum, hvort sem það var í hinni stóru og köldu forstofu leiguhússins eða úti fyrir dyrunum. En hlýtt bros hans var alltaf til reiðu. En annars var hann mjög einmana, oq lét sér fátt um samleigjendur sína. Hans tómstundaiðja var helzt í þvf, að hann fór á kristilegar samkomur. Og þar sem hjálpræðisherinn hafði samkomuhús sitt í námunda við hann, var hann tíður gestur á samkomum þeirra. Fólkið, sem bjó í sama húsi og hann, talaði oft um það sín á milli, að klæð- skerinn hlyti að vera ríkur maður. Hins vegar lifði hann ekki neinu lúxuslífi, síð- ur en svo. Hann var dugandi klæðskeri og vel að sér í sínu fagi. Þess vegna hafði hann alltaf atvinnu, þótt minna væri að gera hjá öðrum í sömu iðn. Hann saum- I ] 8

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.