Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 11
Ég hitti
hann í sund-
laugunum
Það var síðastliðinn vetur. Ég var að
koma upp úr Sundlaugunum og gekk inn
í skýlið. Rétt á eftir mér koma nokkrir
drengir. Þeim var augsýniiega kalt, enda
kalt í veðri. — Einn drengjanna þjáðist
ákaflega í fingri. Hann hafði rekið hann
hastarlega í fyrir nokkrum dögum, og nú
þegar kuldinn kom að honum leið honum
mjög illa. Hann hljóðaði við og reri á
bekknum, hálf skjálfandi af kulda. Ég
kenndi í brjósti um drenghnokkann og
fór að tala við hann.
— A ég ekki að biðja fyrir veika fingr-
inum? spurði ég. Trúirðu annars ekki á
Jesúm? bætti ég við.
— Jú, ég geri það núna, en eg gerði
það ekki einu sinni.
Mér þótti svarið einkennilegl, svo að
ég spyr: Hvað meinarðu með því, að þú
segist gera það núna, en hafir ekki gert
það einu sinni?
— Ég gerði það ekki fyrr en i sumar,
sagði hann. Þá var ég í sveit, austur í
Rangárvallasýslu. Hann nefndi heimilið.
Þar kom maður, sem hét Magnús. Hann
var smiður og hann smíðaði á bænum.
Hann sagði mér frá Jesú, og nú trúi ég
á hann og elska hann. Magnús sagði mér
svo fallegar sögur af Jesú, að ég fór að
hlakka svo mikið til að koma heim til að
segja pabba og mömmu og systkinum
mínum þessar fallegu sögur, og lika frá
Jesú. En þegar ég fór að segja þeim sög-
urnar, þá bara hlógu þau að mér, svo að
ég hætti því. En ég held samt áfram að
trúa á hann og ætla að gera það.
— Trúa þessir félagar þínir á Jesúm?
spurði ég og benti á drengina, sem með
honum voru. Hann hristi höfuðið: — Nei,
þeir bara hlæja að mér, þegar ég ætla að
segja þeim eitthvað fallegt um hann.
— Ég ætla nú samt að kalla á þá og
biðja þá að biðja með mér fyrir veika
finprinum þínum. Ég kalla svo til þeirra
og bið þá að koma og við skulum allir
biðja fyrir vini þeirra, sem þjáist svo mik-
ið í fingrinum. Þeir koma undir eins. Við
stöndum allir upp og biðjum svo fyrir
þeim þjáða. Að lokinni bæninni sögðu fé-
lagar hans: — Nú batnar honum! Vantrúin
stóð þá ekki dýpra hjá þeim en þetta.
Ég sagði við þann veika. — Hefurðu
nokkurn tíma gengið í sunnudagaskóla?
— Nei, aldrei.
Ég bauð honum að koma næsta sunnu-
dag í sunnudagaskólann í Filadelfíu, Há-
túni 2. Hann varð glaður við. Og næsta
sunnudag mætti hann í sunnudagaskólan-
um og félagar hans með honum. Þá sagði
hann mér að sér væri batnað í fingrinum.
I hvaða sunnudagaskóla ætlar þú að
ganga næsta vetur?
Á E.
11