Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 10

Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 10
FRIÐUR Dag einn á síðastliðnu sumri kom hlý- legur, gamall maður heim til okkar með undur fallegan ' rósavönd. Meðal hinna mörgu, fallegu rósa, voru líka nokkrar gul- ar ilmandi rósir. — Þessar hérna heita PEACE, sagði hann og benti á hinar gulu. Þú, sem lest svolítið ensku, munt kann- ast vel við orðið. Það þýðir friður. Hvort sem það nú heldur er sumar eða vetur, finnst mér, að friðarrósirnar hafi eitthvað að „segja" okkur. Friður! Naum- ast mun það vera nokkuð annað, sem allir menn þrá meira. Ekki aðeins þeir, sem svo að segja hafa stríðið stöðugt yfir höfði sér, eða eru þátttakendur í því — heldur einnig við — óskum einlæglega að jörðin megi öðlast frið. Hvers vegna koma stríð? Mörgum sinn- um hefur þessi spurning verið lögð fram og margvísleg eru svörin orðin við henni. En sjáðu nú til! Strax í sandkassanum hefj- ast óeirðirnar og þrætan heldur áfram meðal skólafélaganna á námstímanum. — Fullorðnir menn og konur á vinnustöðum eiga erfitt með að unna hver öðrum frið- ar og ein árásin býður annarri heim. Oft eru það aðeins smámunir, sem koma deil- unni af stað. Onauðsynlegt, finnst manni. Vegna ósamlyndis og þess að stöðugt halda fram sínum hlut, eyðileggst svo margt, bæði í manninum og utan við hann. En, heyrðu mig nú. ættum við ekki á þessu hausti að hugsa svolítið meira um hann, sem megnar að umskapa hugarfar okkar og gefa okkur frið — Jesúm. Anný. 10

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.