Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 2
Abraham og Lot
skipta löndum
1. Mós. 13, 5-12.
Frásagan, sem við minnum á hér, segir
okkur frá dásamlega góðum föðurbróður.
Átt þú kannski líka góðan föðurbróður?
Slíkan föðurbróður átti Lot, og hann hét
Abraham.
Abraham var maður ríkur, og það var
Lot raunar líka. Þeir áttu margar kýr, uxa,
sauði, geitur og úlfalda. Einnig áttu þeir
allmarga asna. Þeir sem gættu allra þess-
ara miklu hjarða, voru kallaðir hirðar.
Einn dag sögðu fjárhirðar Lots við fjár-
hirða Abrahams:
— Farið burtu af þessari landareign,
því að þetta beitiland þurfum við að hafa
handa fénaði okkar, brunnarnir eru einnig
okkar. Farið þið burtu!
— Við höfum sama rétt á því að vera
hér, sem þið, svöruðu fjárhirðar Abra-
hams!
Út af þessu varð mikil óánægja og
deilur.
Þegar Abraham komst að þessu, varð
hann hryggur og sagði:
— Heyrðu, Lot, ég vil ekki að það verði
ófriður á milli okkar út af þessu. Landið
sem við búum á, er nægilega stórt fyrir
okkur báða. Við skulum skipta því á milli
okkar. Kjósir þú þennan hluta landsins, þá
tek ég hinn.
Lot sá óðara að þetta var snjallræði. Og
svo fór hann að virða allt landið fyrir
sér, því að hann girntist auðugasta landið.
— Ég kýs landið, sem liggur á þessa
hönd, sagði Lot, og benti á hinar gróður-
sælu sléttur niðri í dalnum, meðfram
fljótinu. Til hinnar handar voru bara fjöll,
sem brestur var bæði á góðu beitilandi
og vatni.
— Jæja, þá fer ég upp til fjallanna,
sagði Abraham.
Hann var göfugur maður, og sagði ekk-
ert við því, þó að hann fengi í sinn hlut
þann hluta landsins, sem var mikið verri.
Lot mátti gjarnan fá betri hlutann.
Guð mat það mjög við Abraham að
hann breytti þannig. Og englar Guðs
glöddust, því að þeir fylgjast með öllu.
2