Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 5
LOTTA YRKIR LJOÐ — Néi, hættu nú þessu! Lotta kastaði bók þvert yfir herbergið. Hún ætlaði að kasta henni í Lárus, en hann vaf þá nógu fljótur að beygja sig, svo að bókin flaug yfir hann og lenti í veggnum, með þungu höggi. — Æ, þolir þú ekki einu sinni einn dropa af gamansemi? Svo mikið skil ég, að þú ert ekki að skrifa bréf til einhverrar meiri háttar stofnunar. — Það gerir ekki tólf ára gamalt barn! Lárus hló ögrandi hlátri, um leið og hann settist í gluggakistuna og hvíslaði: ,,Við göngum yfir döggvot, gróðursæl fjöll". — Barn, hvað segirðu? Heyr á endem- ið! Þú ert ekki meir en einu ári eldri en ég. Viltu skilja það? — Einu og hálfu, fröken, — einu og hálfu! Með öðrum orðum, hvað er það, sem þú ert að skrifa, ef það er ekki bréf? — Eg er að skrifa Ijóð í Ijósmyndabók, ef þú vilt fá að vita það. Annars skilur þú aldrei neitt. Strákar hafa ekkert vit á Ijóð- list. — Hum, athugaðu hvað þú ert að segja. 5

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.