Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 3

Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 3
Nannarsögur Þó svo Hanni væri nú kominn heim, um haustið, þá var hugur hans í sveitinni og segja má, að Hanni hafi litað nokkurs konar sveitalífi. Þar sagði mikið um, hún Hálsa, sem nú var hætt að vera lamb, en orðin gemsi. Svo voru í heimili hans alltaf kýr, sem sáu fyrir mikilli miólkurþörf á stóru heimiii, þar sem voru alll upp í 17 manns. Nokkru fyrir jól átti Krossa að eignast kálf. Krossa var rauðkrossótt að lit, mikil gæða skepna og mjólkurgefin með afbrigð- um. Undanfarin ár hafði hún nær eingöngu átt bolakálfa. Nú hafði verið ákveðið, ef fæddist kvíga, að hún skyldi iifa. Hanni hafði mikinn áhuga á því, því Hálsa hafði einmitt — áður en fór að snjóa fvrir jólin — verið tekin inn á hús og þar sem hún var eini gemsinn, þá var útbúinn fyrir hana bás við hlið Krossu úti í fjósi. Það var seinnipart dags. Hanni var kom- inn úr skólanum. Sat hann við eldhúsborð- ið og var að næra sig. Faðir Hanna kom inn og sagði við konu sína, að eitthvað færi nú að ske hjá Krossu. I stað þess að lesa lexíurnar sínar, eins og Hanni var van- ur, þegar við heimkomu úr skólanum, læddist hann út í fjós. Krossa var mjög stór kýr. Það stóð heima. Hún lá á básnum og stundi mjög. Hanna varð alveg nóg um. En forvitnin varð honum yfirsterkari. Tvö- faldar dyr voru á fjósinu og var hægt að opna utanfrá, þó lokað væri innanfrá. Það stóð heima, að um leið og Guðlaugur skip- stjóri og dugnaðarmaður mikill, náfrændi Hanna, kom í fjósið, að stór skjöldóttur kvígukálfur skaust í flórinn. Hanna þótti furðulegt að þessi fallegi kálfur skyldi vera ataður salti undir eins. iii’ iveitinni Hvað er þetta? Er þetta eitthvað sam- bærilegt við það þegar presturinn eys vatni á litlu börnin og þau gráta svo mjög í kirkjunni? Hanni spurði hvers vegna þetta væri gert. Jú, hún Krossa ætlar að fara að þvo afkvæminu sínu og hún gerir það bet- ur ef salt er á kálfinum. Nú var kálfurinn settur innst í básinn og vatnsfata með svalandi vatni. Þetta hafði iHanni aldnei séð. Hvílík umhyggja og áfergja í að huga um afkvæmið. Nú var Skrauta litla að burðast við að standa upp, en það nafn fékk hún í fæð- ingu. Hanna fannst einkennilegt að Skrauta var alltaf að leita að einhverju og vildi fara innst úr básnum. Sterkleg keðja hindr- aði Krossu að hreyfa sig svo mjög. Pabbi Hanna vissi hvað Skrauta vildi. Hann kom því með pela og túttu, setti glóðvolga mjólk í pelann, sem Skrauta drakk og drakk og kunni það undir eins. Hanni áúi ekki orð. Þegar Skrauta litla var orðin södd, var hún látin í stíuna hjá Hálsu. En þar stóðu þeir frændurnir Guðlaugur og Ilanni. Þá skeð- ur það, rétt eins og skoti va.u'i hleypt úr hyssu. Sterka keðjan slitnaði frá Krossu og fjalirnar sem mótuðu stíuna um IJálsu urðu nú eins og eldspýtur. Það brotnaði allt og Krossa réðist á Guðlaug og Hanna. Sýndi hún nú veldi sitt og mátt. Hún var móðir Skrautu og þessi litli rauðhærði strákur og Guðlaugur skipstjóri áttu ekkert að vera þarna. Sem betur fer þá var Krossa ekki með horn, þá hefði illa farið. Hanr.i var nú los- aður og Skrauta flutt aftur í bás móður sinnar. Þá var auðveldur eftirleikur að binda Krossu aftur, með nýrri keðju. ■— Hanni var allur löðrandi í óhreinindúm. 3

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.