Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 6
Má ég tendra aðventuljós þitt?
Viltu leyfa mér, kæri vinur, að tendra
aðventuljósin þín? Eg skrifa til þín, sem
ennþá ekki hefur séð það ljós, sem Biblían
gefur okkur í Jesú Kristi. Mín aðventuljós
eru þess vegna ábendingarljós um eitthvað,
sem þegar er til fyrir þig. Um einhvern
sem vill vera ljós Hfs þíns.
Einmanaleiki.
Fyrsta aðventuljósið kveiki ég í einmana-
leika þínum. Það er til einmanaleiki bitr-
ari öllum öðrum: „Sálarinnar ólæknandi
einmanaleiki“. Einhver nefndi það svo. En
þinn einmanaleiki er ekki ólækiiandi. Jesús
bíður þess að fá að brjóta hlekki einmana-
leika þíns, lyfta af þér byrði þinni. Hann
er ekki langt frá þér. „I horium lifum og
hrærumst og erum vér,“ stendur skrifað í
Biblíunni. Svo nærri er hann þér. Þú ert
kallaður til samfélags við Guðs son. Bið
þess vegna til hans og þú munl fá svar. —
Hver og einn, — ekki þessi eða hinn —
sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn
verða.
að gera. Augu Elsu fylltust tárum.
„Jæja, velkomin á laugardaginn,“ sagði
mamma Elsu um leið og hún kvaddi Þuríði.
„Þökk fyrir,“ svaraði Þuríður og hneigði
sig og lét Elsu það eftir að útskýra málin.
í skólanum næsta dag hitti hún Elsu. Hún
var á gangi í fyrstu frímínútunum með
Betu Svenson.
„Þura, ef þú bara vilt, þá frestar Beta
sínu jólaboði fram í næstu viku. Elsku Þura
mín, komdu nú. Þú getur ekki trúað hvað
mér finnst þetta allt leiðinlegt.
Hart stríð geisaði í hjarta Þuríðar. Ætti
hún að gera eins og Elsa, og setja hnikk á
höfuðið og afþakka? En aftur á móti vissi
hún, að þannig gerir engin stúlka, sem hef-
ur gefið Jesú hjarta sitt. Og þess vegna
gerði hún engan hnykk á höfuðið og ekk-
ert óvingjarnlegt svar kom heldur.
„Þú skilur, að Beta kemur líka,“ héll
Elsa áfram. „Og mamma hennar var svo
leið, þegar hún vissi hvað ég hafði gert.“
„Jæja, þa’kka þér fyrir. Það verður þá
eins og þú vilt. Reyndar er ég hér með
6
ofurlitla afmælisgjöf til þín.“ Elsa roðnaði,
en tók við gjöfinni frá Þuríði. Það var
lítið, fallegt bókmerki, saumað á stramma
með krosssaum. Rauðar rósir og lítil Biblía
með krossi á.
„Þú áttir ekki að gefa mér neitt,“ sagði
Elsa.
„Eg hef saumað þetta sjálf,“ sagði Þuríð-
ur.
Allir fengu að sjá hvað Þuríður hafði
saumað, meðal annars kennslukonan.
„Þetta er falleg vinna,“ sagði hún. „En
hvað þú ert dugleg, Þuríður mín. Og svo
ert þú vissulega góð stúlka.“
Hefur kennslukonan tekið eftir öllu?
hugsuðu þær Elsa og Þuríður. Það var
kannski eins og Kalli sagði einhvern dag-
inn, þegar hann hafði gert eitthvað af sér:
„Það er alveg eins og kennslukonan hafi
augu í hnakkanum."
Kyrrlát gleði fyllti stúlkurnar, þegar þær
þrýstu hönd kennslukonunnar. Þær voru
aftur vinir og það mundi verða indælt jóla-
boð á laugardaginn.
G.O.W.