Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 19

Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 19
á klettinn þar sem hann fann lítinn poll, er örlítil lækjarspræna seitlaði í. Hann fyllti laufbollann vatni, klöngraðist því næst varlega niður, svo að ekkert færi til spillis. Gætilega hélt Sundra uppi höfði mannsins, meðan hann drakk vatnið. Síðan tók Sundra á harðasprett. Hann var viss um að maðurinn væri fárveikur og þarfnaðist skjótrar hjálpar. Hann náði tæplega andanum þegar hann kom til borg- arinnar. Staðuppgefinn og með írafári, hljóp hann beint í flasið á indverskum lög- reglumanni. „Hæ, litli bróðuv,“ sagði lög- reglumaðurinn. „Hvað kemur til að þú ert á þessu hendingskasti?“ „Vegna þess að það er maður sem liggur veikur við skóg- arstíginn,“ stundi Sundra. Lögreglumaður- inn kvaddi í skyndi fleiri lögreglumenn til liðsinnis að sækja sjúka manninn. Sundra andvarpaði feginsamlega því nú vissi hann, að hinn sjúki maður yrði flutlur í sjúkra- hús þar sem annast yrði um hann. Rétt sem hann hugðist finna verslun kornkaupmannsins, arkaði lögreglumaður- inn með hann rakleiðis til læknis, honum til mikillar furðu. „Við viljum ekki að þú fáir sjúkdóminn,“ sagði lögreglumaðurinn. „Læknirinn gefur þér lyf, sem koma í veg fyrir það.“ Sundra fannst þetta allt heldur skrítin lyf, þegar læknirinn pikkaði í handlegg hans með einhverri nál. En það var ekkert sárt og Sundra brosti glaðlega þegar lækn- irinn sagði, að þetta væru „bestu lyfin til að fyrirbyggja vonda sjúkdóma". Að lokum náði Sundra á fund kornkaup- mannsins, og skömmu síðar stefndi hann heimleiðis eftir skógarstígnum, með smá- poka af sáðkorni á höfðinu. Lögreglan hafði flutt veika manninn á sjúkrahús, og Sundra vissi að þar liði honum vel. Sundra rataði svo ekki í fleiri ævintýri og náði heim til sín um seinan — en þó fyrr en vænta mátti. Faðir, móðir, frændur og frænkur hóp- uðust öll í kringum hann til að lieyra sögu hans. Þegar faðir hans heyrði, að Sundra hafði rétt óvini hjálparhönd, með því að gefa honum vatn og segja lil hans, svo hann hlyti frekari hjálp, sagði hann: „Þú gerðir vel, sonur minn. Þú hefur fetað í fótspor miskunnsama Samverjans — já, í fótspor Jesú Krists.“ — Stories of God and Jesus. H.G. Ráðning á krossgátu (á bls. 17). V 13 UNGBARN V 4 NASARET V 7 JÖTU V 9 ENGILL V 11 FRELSARI V 8 FJÁRHIRÐAR V 17 JOSEF V 9 LJÓMAÐI Hve gamall er ííllinn? Fílar eru stærstu og þyngstu landdýrin. Hér kemur einn vel aldraður. — Geturðu reiknað út hve gamall hann er? Ráðning á bls. 21. 19

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.