Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 5
kaupa eitthvað handa Elsu. En ef hún
keypli svolítið minna af bjúgum og keypti
þá súkkulaðiköku fyrir afganginn? Nei,
það var ekki rétt gagnvart mömmu. Það
var heldur ekkert skemmtilegt að kaupa
sér vináttu eða boð á jólatrésfagnað.
Hún greikkaði sporið og brátt var hún
komin að verslun Svensons. Hún gekk inn
í búðina.
„Hvað get ég gert fyrir þig?“ Þessi vin-
gjarnlegi kaupmaður ljómaði alltaf eins og
sólin.
„Eitt kíló af bjúgum,“ sagði Þuríður og
teygði sig til að sjá allt góðgætið bakvið
glerið á búðarborðinu.
„Gjörðu svo vel. Nokkuð fleira, ung-
frú?“ sagði Svenson brosandi. Blóðið þaut
fram í kinnarnar á „ungfrú“ Þuríði. Nú
kom frú Svenson fram í búðina og með
henni Beta, dóttir þeirra hjónanna. Beta
kinkaði kolli til Þuríðar. En hvað hún á
gott, hugsaði Þuríður. Hún má ganga um
allt fyrir innan borðið og smakka á öllu
góðgætinu, því að pabbi hennar ræður öllu
hér. Að kaupmaður verður að kaupa sínar
vörur, það hugsaði hún ékkert um.
„Heyrðu,“ sagði Beta. „Yiltu koma í
jólaboð til mín á laugardaginn? Það verð-
ur svo skemmtilegt. Segðu já, góða Þura
mín. Þú ert ekki boðin til Elsu líka?“
„Nei,“ sagði Þuríður. „Ég vil gjarnan
koma. Þakka þér fyrir.“
Þuríður hljóp glöð heimleiðis. Henni
var ómögulegt að ganga hægt. Hún var líka
boðin út á laugardaginn.
En hvað lá þarna á götunni? Lesbók?
Alveg eins og hennar. Þuríður beygði sig
og tók upp bókina. Elsa — A-bekkur II,
stóð á fremsta blaðinu. Hafði Elsa týnt
bókinni sinni? Þuríður leit í allar áttir, én
engin Elsa var sjáanleg. Eitthvað datt úr
bókinni. Það var kort, eins og stúlkurnar
höfðu fengið og nafn Þuríðar skrifað á.
Hafði Elsa þá ætlað að gefa henni eitt?
Ef hún hefði fengið gjöf? Eða vildi hún
bara stríða henni fyrst?
Það var víst ekki um annað að ræða en
fara með bókina til Elsu, þó skemmtilegt
væri það ekki. Annars gat hún ékki lært
lexíurnar sínar. En var það ekki rétt á
hana? Nei, svona mátti hún ekki hugsa.
Hún vildi fara með bókina til Elsu. En
fyrst ætlaði hún heim.
Þuríður stóð í forstofunni hjá Elsu og
hringdi dyrabjöllunni. Móðir Elsu opnaði
hurðina. Elsa stóð á bakvið hana.
„Nei, ert það þú? Þú kemur þó ekki
til að afþakka boðið á laugardaginn ? “
sagði móðir Elsu undrandi.
„Nei, ég kem með bókina hennar Elsu.
Ég fann hana á götunni.“
„Elsa, týndirðu bókinni þinni?“ sagði
móðir hennar og leit ásakandi á dóttur
sína. „Þetta var fallegt af þér, Þuríður
mín,“ sagði hún og sneri sér að Þuríði.
Elsa var niðurlút, þegar hún tók á móti
hinni týndu bók og auðvitað datt boðs-
kortið úr henni á nýjan leik.
Móðir Elsu hafði snúið sér við til að
ganga um. Hún tók því ekki eftir neinu.
„Hérna, hérna, táktu við þessu,“ hvísl-
aði Elsa. „Viltu fyrirgefa mér? Ég veit,
að ég hef verið vond við þig, en viltu fyrir-
gefa mér?“ sagði Elsa.
„En ég hef enga gjöf handa þér,“ sagði
Þuríður stillilega.
„Það gerir ökkert til. Komdu bara, gerðu
það. Annars verður allt svo leiðinlegt, góða
Þura mín.“
„Ég skal segja þér, að ég er þegar boðin
til Betu Svenson á horninu. Eg lofaði Betu
áðan, að ég skyldi koma.“
Þuríður sá, að Elsa var bæði leið og
skömmustuleg. En það var ekkert við því
5