Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 21

Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 21
I \agJiiin og* teikniRiólan Einu sinni var teiknibóla og lítill nagli, sem áttu heima í stóru húsi. Þau bjuggu saman í sátt og samlyndi þar til dag nokk- urn, að teiknibólan gerðist afar dramb- söm. „Ég er ótrúlega litrík í samanburði við þig,“ sagði hún, „líttu bara á mig. Ég er með fagra og skínandi gullhúð . . . en þú ert bara dökkur, leiðinlegur og skítug- ur lítill nagli. Ég ætla að halda uppi mynd- um, skrautlegum teikningum og áríðandi auglýsingum. Enginn getur ver’ð án mín. Þú skilur það, litli tittur, að ég er svo þýð- ingarmikil að ég held auglýsingunum uppi UTANERÁ þar sem allir geta séð mig. En þig, litli, grái nagli, gelur enginn komið auga á . . .“ Og þannig hélt hún áfram að færa sönn- ur á mál sitt. Hefur þú veitt því athygli að teiknibólan er mjög höfuðslór? — Litli naglinn brosti bara með sjálfum sér. Dag einn var teiknibólan tekin upp. „Þá leggjum við af stað!“ hrópaði hún. „Já, mikið stórkostlegt hlutverk fellur mér í skaut. Allir geta séð mig bera uppi myndir og tilkynningar . . .“ Og viti menn: teikni- bólan var sett beint fyrir utan listasafnið þar sem málverk voru hengd upp til sýnis. Svo rann upp sá dagur, að farið var með naglann inn í stóran sal í listasafninu. Maðurinn tók sér stóran hamar í hönd og negldi hann í vegginn ... 0, þetta var sárt! Síðan tók hann upp mynd og hengdi hana á naglann. Litli naglinn var falinn á bak við myndina. Nú gat enginn séð hann. En myndin var af víðfrægu málverki eftir listamanninn Holman Hunt. Myndin var af Jesú — Ljósi heimsins. Margir námu staðar frammi fyrir mynd- inni til að virða hana fyrir sér. Þeir gátu ekki komið auga á naglann, en þeir sáu Jesúm! Einn daginn var úrkoma með úrhellis- rigningu og stormi og að tveim dögum liðn- um varð teiknibólan ryðguð og brún. Hún var tekin burtu og kastað í ruslið. En nagl- inn var vel geymdur, kyrr á sínum stað og bar uppi Jesú-myndina, sem blsati við sjónum allra. Drengir mínir og stúlkur! Biblían segir: „Sá sem varðveitir líf sitt mun týna því, en sá sem týnir lífi sínu vegna Jesú mun varðveita það.“ Jesús vill að við líkjumst litla naglanum. Maður í Biblíunni, sem kallaður var Jóhannes skírari, sagði: „Jes- ús verður að sjást betur og betur í lífi mínu, en ég á að hverfa í skuggann.“ — Hlutverk hans var að benda á Jesúm og komu hans. Jesús vill að við bendum öðr- um á hann, en ekki á okkur sjálf. Ef við gerum þetta — að gleyma sjálfum okkur og benda á Jesúm — mun hann sjá um okkur og sá dagur mun koma, þegar hann sýnir okkur fyrir öllum alheimi. „Þetta eru synir mínir og dætur,“ mun hann segja. Það verður dásamlegur dagur. — Pam Steele. UNGIR PENNAVINIR Kæra Barablað! Ég óska eftir bréfasambandi við stelpur og stráka á aldrinum 14—16 ára. Áhuga- mál: Margvísleg. Silja Birgitta Asp Ewaldsvange 6 4700 Næstved Danmark. Fíllinn er 158 ára. 21

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.