Barnablaðið - 01.04.1994, Síða 4

Barnablaðið - 01.04.1994, Síða 4
4 BARNABLAÐIÐ Óvenjuleg gœludýr Sigrún Hanna Ómarsdóttir Það ríkti mikil eftirvænting í einni blokkinni í Hafnarfirðir fyrir stuttu. Börnin sem áttu heima þar voru öll samankomin í einni íbúð- inni, heima hjá vinkonu sinni henni Sigrúnu Hönnu. Það var nú svo sem ekkert óvenju- Þegar mamma Sigrúnar Hönnu kom heim fóru öll börnin í blokkinni, bæði lítil og stór, út í dyr til að taka á móti henni. Þau hoppuðu og hrópuðu af spenn- ingi. Mamma hélt á stórum, brúnum pappakassa með loki. Börnin hópuðust í kringum hana. Úr kassanum heyrðust undarleg hljóð sem líktust tísti. - Hvað er í kassanum? spurði Sigrún Hanna forvitin. legt. Þau voru vön að leika sér heima hjá henni og hvert heima hjá öðru. En núna var eitthvað alveg sérstakt að gerast. Mamma hennar Sigrúnar Hönnu var að sækja svolítið leyndarmál. Hvað skyldi það hafa verið? Krakkaskarinn elti hana inn í íbúðina. Þau toguðu í kápuna hennar og reyndu að fá hana til að opna kassann. En mamma sagði þeim að nú yrðu þau að vera stillt því þeir sem væru í kassanum yrðu annars mjög hræddir. Nú lagði mamma kassann á stofuborðið og opnaði hann varlega. Öll börnin störðu stór- eyg ofan í kassann. Hann var Hún teygði sig upp í kassann og reyndi að kíkja í gegnum lítið gat. Þá kom hún auga á eitt- hvað gult, sem hreyfðist. - Hvað er þetta? spurði hún og augun urðu risastór. - Má ég líka sjá, sagði Þór- hallur vinur hennar. Hann var mjög spenntur. En mamma Sigrúnar Hönnu leyfði engum að sjá. Hún var mjög leyndardómsfull á svipinn.

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.