Barnablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 5
BARNABLAÐIÐ 5
fullur af litlum ungum. Þeir voru
ósköp hræddir og horfðu líka
stóreygir á öll þessi börn.
- Hvar erum við nú? spurðu
þeir hver annan.
- Má ég halda á einum unga,
spurði Kalli, frændi Sigrúnar
Hönnu.
Mamma lét alla krakkana
setjast á gólfið og rétti þeim
hverju um sig einn unga.
Krakkarnir tóku varlega á ung-
unum. Þeir voru svo litlir og
umkomulausir.
- Ég ætla að láta þennan
unga heita Daníel, sagði Sigrún
Hanna og strauk litla unganum
sem hún hélt á.
- Má ég gefa einum unga
nafn, spurði Perla, vinkona Sig-
rúnar Hönnu.
- Já, sagði Sigrún en hún átti
ungana.
- Ég ætla að láta þennan
heita Rósu.
Krakkarnir gáfu ungunum
nafn. Ungarnir voru tólf og það
var erfitt að þekkja þá í sundur
þegar þeir voru alJir komnir
aftur ofan í kassann.
Nú kom Sandra Dögg, litla
systir hennar Sigrúnar Hönnu.
Hún hafði verið steinsofandi en
nú vaknaði hún við öll lætin.
Hún varð heldur en ekki
undrandi þegar hún sá alla litlu
ungana. Hún vissi ekkert hvað
þetta var, en svo áttaði hún sig.
- Bíbí! hrópaði hún og benti
með litlu mjúku puttunum sín-
um á fuglana.
Mamma tók einn ungann og
ætlaði að leyfa Söndru að
klappa honum. En Sandra var
svo lítil að hún vissi ekki að
maður má bara klappa laust.
Hún vildi halda á unganum. En
mamma þorði ekki að leyfa
henni það. Hún var svo hrædd
um að unginn mundi meiða sig
í höndunum á litlum óvita. En
hún leyfði Söndru að setjast á
gólfið og passa ungann litla
stund. Sandra varð mjög hrifin.
Nú leyfðu krakkarnir ung-
unum að labba á stofuborðinu.
Þeir kúkuðu á borðið.
- Uss, sagði mamma og bað
krakkana að setja alla ungana
aftur í kassann.
Nú komu fleiri krakkar að
skoða ungana. Það voru Sif og
Agnes. Þær fengu líka að halda
á þeim og gefa þeim nöfn.
Litlir ungar eru fljótir að
stækka. Miklu fljótari en börn.
Nokkrum dögum seinna, þegar
Sigrún Hanna fór að athuga
ungana, voru þeir komnir með
svolitla vængi og farnar að
vaxa á þeim fjaðrir. Hún sýndi
mömmu sinni og pabba breyt-
inguna sem orðið hafði á ung-
unum. Þau voru alveg hissa og
veltu fyrir sér hvernig ungar
gætu stækkað svona hratt.
En þau vissu að Guð gefur
þeim vöxtinn. Allir litlir ungar
vaxa og stækka. Bæði börn
mannanna og dýranna. Er það
ekki kraftaverki líkast?
Texti og myndir: Ella