Barnablaðið - 01.04.1994, Side 9
BARNABLAÐIÐ 9
Kristnin á sér tákn. Kristnu táknin segja
okkur merkilega sögu. Eitt frægasta tákn
kristinna manna er krossinn. Það er ekki
erfitt að ímynda sér hvað hann á að tákna.
Krossinn minnir okkur á að Jesús dó á
krossinum fyrir syndir allra manna. Ef mynd
er af Jesú á krossinum er hann kallaður
róðukross. Þess konar kross minnir okkur á
dauða Jesú Krists. Ef engin mynd er af Jesú
á krossinum, þá minnir hann okkur á að
Jesús er risinn upp frá dauðum. Hann er
ekki lengur á krossinum.
í gamla daga þegar kristnin var alveg ný,
vildu margir deyða kristna menn. Þeir of-
sóttu þá og köstuðu þeim fyrir Ijón. Kristnu
mennirnir urðu því að fela sig. Þeir földu sig
í grafhýsum neðanjarðar sem voru kölluð
„katakombur11. í katakombunum hafa fundist
myndir og tákn kristinna manna. Eitt
frægasta og jafnframt elsta tákn kristninnar
er fiskurinn. Fiskurinn er tákn um
trúarjátningu kristinna manna. Orðið fiskur á
grísku er „ichþys". Við skiljum þetta kannski
ekki en þeir sáu stafina í því orði sem
upphafsstafi orðanna: Jesús Kristur Guðs
sonur, frelsari. Fiskurinn var leynitáknið
þeirra, nokkurs konar felumerki.
Þeir notuðu það til þess að komast að því
hverjir væru kristnir. Það gat verið lífshættu-
legt að spyrja beint. Ef þeir vildu vita hvort
sá sem þeir voru að tala við væri kristinn,
krotuðu þeir mynd af fiski í sandinn. Ef sá
sem þeir voru að tala við skildi táknið, vissu
þeir að sá hinn sami var líka kristinn.
Getið þið búið til tákn? Það verður að hafa
einhverja merkingu og flytja þeim sem á það
horfir einhver skilaboð. Texti og myndir: EJ
13.
■jepeuueq jeg!8j|p(H 'et
jepeuueq jeöuH/teu zi
■jnejqBueo jj
■j>ieej6o>is ot
•Sjuuei '6
ije>iea '8
■pldjBAuofs i
ejpN '9
'lliM-O 'S
ue>ieu
'uu!|0>|sjepjejiun 'e
epejspejejejAi z
'P!>|j9UJnueu!A 'J
Heimild: Táknmál trúarinnar