Barnablaðið - 01.04.1994, Page 12
12 BARNABLAÐIÐ
Foreldraþáttur
Barn á þroskabraut
Er hægt að verða góður upp-
alandi með því að lesa sér til?
Sumir hafa mikla trú á fræði-
legri þekkingu aðrir yppta öxl-
um. Allir vilja þó gera það sem
rétt er og gott. Við horfum á
börnin okkar og finnum hve dýr-
mæt þau eru okkur. Við viljum
öll gefa þeim hið besta vega-
nesti sem völ er á.
En hvernig förum við að því?
Hvað eigum við að gera?
Margir foreldrar hafa áhuga á
því að ala börnin sín upp í krist-
inni trú og siðgæði. Foreldrar
lítilla barna velta gjarnan fyrir
sér spurningum eins og þess-
um: - Hvenær eru börn nægi-
lega gömul til þess að skilja og
meðtaka kristna trú og hvernig
á ég að kenna barninu? Á ég
að hafa áhrif á skoðanir barns-
ins míns?
Ef foreldrar eru hræddir við
að hafa áhrif á skoðanir barna
sinna er nóg af öðrum sem til-
búnir eru til þess. Barnið kemst
ekki hjá því að verða fyrir áhrif-
um. Við berum ábyrgð á upp-
eldi barnanna. Þess vegna er
það okkar að hafa áhrif á skoð-
anir þeirra. Getur verið að for-
eldrar sem ekki vilja hafa áhrif á
skoðanir barna sinna geri þau
hrædd við að mynda sér skoð-
anir síðar? Göngum við kannski
svo hrædd í gegnum lífið að við
þorum ekki að mynda okkur
sjálf skoðanir eða viðurkenna
þær?
Hvenær er rétt að byrja að
kenna börnunum um Krist og
að trúa á hann?
Jesús lét sér annt um börnin
og mat þau mikils. Hann sagði:
Leyfið börnunum að koma til
mín og bannið þeim það ekki,
því slíkra er Guðsríki. Þegar
lærisveinar hans spurðu hann
hver væri mestur í himnaríki,
kallaði hann til sín lítið barn og
sagði: Sannlega segi ég yður:
Nema þér snúið við og verðið
eins og börn, komist þér aldrei í
himnaríki.
Nýlega kom út bók sem ber
nafnið „Barn á þroskabraut11.
Bókin er skrifuð af þekktum
uppeldisfræðingum, Dag Hallen
og Oddbjörn Evensaug. Þetta
er eina bókin sinnar tegundar
sem gefin hefur verið út hér á
landi og fjallar hún um börn og
barnauppeldi með sérstakri
áherslu á trúaruppeldi. Bókin er
skrifuð fyrir foreldra. í henni er
leitað svara við ýmsum spurn-
ingum um trúarlegt uppeldi
barna. Þar er talið rétt að for-
eldrar biðji með barninu frá
fyrstu tíð. Ársgömul börn finna
vel að bænin er eitthvað alveg
sérstakt. Þau gera sér grein
fyrir að foreldrið er ekki að tala
við það. Þau finna helgina og
friðinn sem fylgir bæninni. Mælt
er með því að biðja stuttra
bæna með litlum börnum og
jafnvel fara alltaf með sömu
bænina. Börn vilja endurtekn-
ingu. Það gefur þeim aukið ör-
yggi að vita hvað er „næst á
dagskrá“. Það er hollt að byrja
og enda hvern dag alltaf á
sama hátt. Við getum sungið
morgunvers með barninu á með-
an við klæðum það. „Nú er ég
klæddur og kominn á ról.“ Á
kvöldin getum við farið með
kvöldbænina áður en barnið fer
að sofa. Sé byrjað snemma á
þessu verður þetta ómissandi
þáttur í lífi barnsins. í bókinni er
einnig góður kafli um sorg og
sorgarviðbrögð barna. Hvernig
ræðum við um dauðann við
börn? Hvað skilja þau? Eigum
við að hlífa þeim við sorginni?
Þegar náinn ættingi deyr segj-
um við börnunum að hann hafi
farið til Guðs. Það er gott að
gefa barninu þá hugsun að hinn
látni sé ekki endanlega horfinn,
heldur hjá Guði. Það er þó ekki
gott að segja barni, að hinn
látni sé hjá Guði ef það er það
eina sem barnið fær að vita um
Guð. Guð verður þá í augum
þess eins og maðurinn með
Ijáinn. Er rétt að gefa barninu
þá mynd af Guði?
í bókinni Barn á þroskabraut
er leitast við að gefa svör við
spurningum á borð við þessar
auk ýmiss fróðleiks sem að
gagni má koma við uppeldi barns-
ins. Á eftir hverjum kafla eru
nokkrar spurningar til umhugs-
unar fyrir foreldra svo þeir geti í
sameiningu fundið út hvað þeim
finnst best hæfa sínu barni.
Kær kveöja
Elín Jóhannsdóttir