Barnablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 14

Barnablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 14
14 BARNABLAÐIÐ Kristbjörg Hæ, Lambi Mig langar til að spyrja þig spuminga? 1) Hvað heitir mamma þín? 2) Hvenær áttu afmæli í maí? 3) Hvað heitir pabbi þinn? 4) Hefur þú meitt þig og hvað mörgum sinnum? Nú verð ég að hætta. Bæ, bæ. Frá pennavinkonu þinni Sólveigu, 5 ára Grundarfirði Sólveig sendir mynd með: Þetta er Sóldrífa, lambið mitt. Hún er svört og hvít. Kæra Sólveig, Þakka þér fyrir bréfið. Hér koma svör við spurningum þínum: 1) Mamma mín heitir Snjóhvít. 2) Ég á afmæli 20.maí. 3) Pabbi minn heitir Hrólfur. 4) Ég er óttalegur hrakfallabálkur. Ég hef varla tölu á því hvað ég hef meitt mig oft, enda hafa það alltaf verið litlar skrámur. Mér er minni- stæðast þegar ég meiddi mig einu sinni á snoppunni. Ég get verið svo forvitinn. Eg var að þefa af einhverju drasli sem var á gólfinu, þegar einhver maður steig beint á snoppuna mína. Snoppan var ból- gin og blá í marga daga á eftir. Það er samt allt batnað núna. Hér koma nokkrar spurningar: 1) Ferðu í skóla í haust? 2) Er langt að fara í skólann eða getur þú gengið þangað sjálf? 3) Hvað ætlar þú að gera í sumar? Mikið áttu fallegt lamb. Mér finnst Sóldrífa vera mjög fallegt nafn. Ég bið kærlega að heilsa Sóldrífu. Ég gæti best trúað því að hún sé frænka mín. Hún hefur sama sauðasvipinn og ég! Vertu nú sæl og skrifaðu fljótt aftur. Þinn vinur Lambi Halló Lambi Ég er nýbúin að vera með hlaupa- bóluna. Það er alveg hræðilegt að vera með hana. Ég er komin í páskafrí og ég byrja aftur í skólanum 6. apríl. Hér koma nokkrar spurningar: 1) Færðu mörg páskaegg? Ég fæ eitt númer 4. 2) Hvert langar þig að fara ef þú mættirfara til útlanda? Nú koma svör við þínum spurningum: í mínum bekk höfum við búið til t.d. hótel og ferðaskrifstofu. Hótelið heitir „Hótel Töfrar" og ferðaskrifstofan „Dúndur Skutla". Eftir páska búum við til útvarp- sþátt. Ég held að hinir bekkirnir geri ekkert svona. Ég veit ekki hvað eru margir nemendur í öllum skólanum en við erum 14 í bekknum mínum. Það er sun- nudagaskóli hér. Ég fer alltaf. Getur þú skrifað mér heim til mín? Ef svo er, viltu gera það? Skrifaðu fljótt. Bless, bless þín vinkona Helga. P.S Hverju safnar þú? Helga Valbjörnsdóttir Skólavegi 82 a 750 Fáskrúðsfirði Kæra Helga Mikið var gaman að fá bréf frá þér. Það hlýtur að vera mjög skemmti- legt í skólanum þínum. Þið fáið að gera svo margt óvenjulegt. Nú er . ^ t \ 4 t K S ÓLPafKt W Clv ^ Wl/VT

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.