Barnablaðið - 01.04.1994, Side 19

Barnablaðið - 01.04.1994, Side 19
Ávextir andans Jesús lofaði vinum sínum að skilja þá aldrei eftir eina. Þetta hljómar kannski undarlega því hann yfirgaf vini sína á jörðinni þegar hann steig upp til himna til þess að vera hjá föður sínum. En áður en hann yfirgaf þá, sagði hann þeim að hann mundi senda þeim mikilvæga gjöf. Gjöfin sem hann sendi þeim var heilagur andi. Hinn heilagi andi kom eins og mjúkur, heitur vindur á hvítasunnudag, þegar lærisveinar Jesú voru allir saman komnir í einu húsi bæjarins. Hinn heilagi andi gerði undursamlega hluti fyrir þá. Hann gaf þeim kraft til þess að boða fagnaðarerindið um Jesú. Það þurfti svo sannarlega hugrekki til þess, því að á þessum tíma var bannað að segja öðrum frá Jesú. Lærisveinarnir urðu glaðir að fá heilagan anda. Því þá vissu þeir að Jesús var hjá þeim, þótt þeir sæju hann ekki. Heilagur andi gaf þeim gleði, frið og kærleika og gerði þá mjög hjálpsama og góða. Þeir sem trúa á Jesú geta líka eignast gleði, frið og kærleika. Það er kallað ávextir andans. Sumir krakkar vita ekki að Guð er þríeinn. Hvað þýðir það? Að vera þríeinn þýðir að Guð er þrjár persónur. Faðirinn, sonurinn (Jesús) og heilagur andi. Þessir þrír eru allir saman einn Guð. Það má útskýra það á þann hátt að þeir allir hafi eitt og sama hjartað og einn og sama hugann. Getur þú séð á myndinni hvað fólkið er að gera og hvernig því líður? Hvaða ávextir andans finnast í lífi þeirra? Teikning: Jóhann Hesselstrand

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.