Barnablaðið - 01.04.1994, Síða 20

Barnablaðið - 01.04.1994, Síða 20
20 BARNABLAÐIÐ Iðrandi syndarar Amma segir frá Ég ætla að segja ykkur sögu sem rifjast oft upp fyrir mér um páskana. Það eru meira en 40 ár síðan þessi saga gerðist. Hún er alveg sönn því hún er um sjálfa mig og bestu vinkonu mína, hana Lóu í næsta húsi. Gatan okkar var falleg með görðum kringum húsin og stór- um trjám sem gott var að klifra í. Ég átti heima í húsi númer 6 en Lóa í númer 4. Gluggarnir á herbergjunum okkar sneru í átt- ina hvor að öðrum svo stundum stóðum við í opnum gluggun- um, og spjölluðum saman. Við kölluðum þetta að tala í „gluggasímann". Sá atburður sem ég ætla að segja ykkur frá gerðist þegar við vorum 9 ára. Við áttum frí í skólanum, og í dag var föstu- dagurinn langi. Við hlökkuðum mikið til páskanna, þá áttum við að fá páskaegg og það höfðu verið saumaðir á okkur fallegir páskakjólar, sem við áttum að fara í á páskadag. Okkur fannst langt að bíða páskanna. Um leið og ég var búin að borða há- degismatinn, flýtti ég mér upp í glugga og kallaði í Lóu vinkonu mína á sérstakan hátt af því að þetta var gluggasími: „Dirr, dirr, dirr 6709, Lóa Kjartans11 og eftir augnablik var hún komin upp í sinn glugga, opnaði hann og gægðist út. - Viltu vera með mér? spurði ég. - Já, sagði hún, hvað eigum við að koma að gera? - Kom- um út að leika, sagði ég. Og eftir litla stund stóðum við fyrir utan garðshliðið hjá mér. Það var úr járni. Við klifruðum upp í það og róluðum okkur smástund á því. Það ískraði og söng svo hátt og skemmtilega í því þegar það opnaðist eða lokaðist. Svolítið kalt var í veðri svo við ákváðum að fara í smáheimsókn til ömmu hennar Lóu, sem bjó þar skammt frá. Hún var alltaf svo góð við okkur og gaf okkur oft sælgæti eða smápening svo við gætum keypt okkur eina eða tvær karamellur. Hún bjó ekki í neinu venjulegu húsi. Húsið sem hún bjó í var stórt og glæsilegt og var heimavistarskóli fyrir stúlk- ur. Amma Lóu bjó í stóru og fallegu herbergi þar, af því að hún kenndi við skólann. Við gengum inn í garðinn sem var við skólann. Hann var stór og fallegur með háum trjám og miklum gróðri. En nú voru trén lauflaus og litríku blómin sem prýddu garðinn á sumrin voru enn í dvala. Við gengum upp breiðu tröppurnar að húsinu og ætluð- um að opna voldugar útidyrnar en þær voru læstar. Þetta var óvenjulegt. - Komum bakdyramegin, sagði Lóa, það eru allir í páska- fríi svo það er læst hér. Við hlupum niður tröppurnar og flýttum okkur að bakdyrunum sem ekki voru eins glæsilegar og aðaldyrnar. Þær voru ólæstar. Þegar inn var komið blasti við mjór stigi sem lá upp á allar hæðir hússins. Dauða- þögn ríkti þar inni. Það virtist enginn vera í húsinu. - Komum upp til ömmu, sagði Lóa. Við gengum upp drungalega stigana upp á aðra hæð þar sem herbergi ömmu Lóu var. Stór, bjartur og breiður gang- ur með fallegu teppi á gólfi og myndum á veggjum blasti við okkur þegar við komum úr stigaganginum. Lóa hljóp að herbergi ömmu sinnar. Það var læst. - Amma er ekki heima, sagði hún hissa. Gáum hvort Villa er í eldhúsinu. Villa var ráðskonan, góð gömul kona sem oftast var í eldhúsinu og

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.