Barnablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 21

Barnablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 21
BARNABLAÐIÐ 21 gaf okkur kleinu þegar við kom- um í heimsókn. En nú var eld- húsið hennar Villu mannlaust. Það setti svolítinn óhug að okkur. Það var eins og við vær- um tvær aleinar í þessu stóra húsi. - Komum, sagði ég. Við skul- um fara út. Við fórum aftur inn á stiga- ganginn sem lá að bakdyrun- um. Við höfðum oft farið hann áður en aldrei farið ofar en á 2. hæð. - Hvað skyldi vera þarna uppi? spurði ég, þegar við vorum að leggja af stað niður stigann. - Það er heimavistin sagði Lóa. Stúlkurnar sem eru í skól- anum búa þar. - Eigum við aðeins að kíkja upp? sagði ég. - Já, sagði Lóa, gerum það. Okkur hafði verið bannað að fara þangað en nú var enginn í skólanum og þá fannst okkur það allt í lagi. Við gengum hægt upp stigann, upp á næstu hæð og hlustuðum eftir hljóðum en heyrðum ekkert nema okkar eigið fótatak. Á ganginum voru margar dyr, allar lokaðar. Við tókum í húninn á einni, hún var ólæst, við gægðumst inn. Við okkur blasti stórt og bjart her- bergi, með fallegum húsgögn- um og nokkrum svefnbekkjum. Við lokuðum því og gengum að næstu dyrum og opnuðum þær. Þetta var líka fallegt herbergi með þrem rúmum og á miðju gólfi var borðstofuborð. Á því var hvítur blúndudúkur og falleg kristalsskál með loki. - Það er eitthvað í skálinni, hvíslaði ég. Við læddumst inn í herbergið og að borðinu. Ég lyfti lokinu upp. Við okkur blöstu útlenskar karamellur í fallegum gegnsæj- um, bréfum. í þá daga fengu börn ekki eins mikið sælgæti og í dag og útlenskt sælgæti feng- um við nánast aldrei. - Það eru svo margar kara- mellur í skálinni, ætli það taki nokkur eftir því þó við fáum okkur sitt hvora? sagði ég. Nei, örugglega ekki, sagði Lóa. Við tókum hvor eina karamellu og tókum hátíðlega utan af þeim bréfið. Við depluðum ekki auga af spennu þegar við stungum hálfgegnsæjum karamellunum upp í okkur. Það var pipar- myntubragð af þeim. Við vorum ekki búnar að vera með karamellurnar uppi í okkur nema smástund þegar okkur varð litið hvor á aðra. Frh. bls. 23

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.