Barnablaðið - 01.04.1994, Side 23
BARNABLAÐIÐ 23
Frh. bls. 21
Sömu hugsun laust niður í
huga okkar. Við vorum að stela,
og það á föstudaginn langa.
Hvað höfðum við lært í
sunnudagaskólanum?
- Þú skalt ekki stela - Okkur
hafði líka verið kennt að við
ættum að standast freistingar.
Það þýddi að við ættum að
gæta okkar og gera ekki það
sem við vissum að væri rangt.
Við vissum að það var rangt að
stela. Við höfðum líka óhlýðn-
ast og farið inn á heimavistina.
Það sem okkur fannst samt
hræðilegast við synd okkar var,
að það skyldi vera föstudag-
urinn langi, dagurinn sem
Jesús hafði verið krossfestur
og dáið fyrir syndir okkar
mannanna.
Við skömmuðumst okkar al-
veg hræðilega og iðruðumst
sárlega.
- Hvað eigum við að gera?
- Við verðum að gera eitt-
hvað, sögðum við hvor við
aðra.
- Skrifum bréf og setjum í
skálina þar sem við biðjumst
fyrirgefningar, sagði ég.
- Ég á tvær krónur, við skul-
um setja þær í skálina, sagði
Lóa. Við fundum blað og blýant
og hjálpuðumst að við að skrifa
bréfið:
Við tókum tvær karamellur og
borqum krónu fyrir hverja .
Fyrirgefið okkur.
Við skrifuðum engin nöfn fyrir
neðan. Við höfðum heldur ekki
hugmynd um hvaða stúlkur
höfðu herbergið og þekktum
engar þeirra. Við settum bréfið
ofan í skálina og peninginn
ofan á. Fyrir tvær krónur hefð-
um við getað keypt átta venju-
legar karamellur.
- Við verðum líka að biðja
Guð að fyrirgefa okkur, sagði
ég. Lóa samþykkti það alvarleg
í bragði. Við krupum á kné í
stiganum, spenntum greipar og
báðum Guð að fyrirgefa okkur
það sem við höfðum gert.
Síðan stóðum við upp og
gengum heim.
í langan tíma á eftir sögðum
við oft hvor við aðra: Manstu
hvað við gerðum á föstudaginn
langa?
Nú erum við Lóa báðar orðn-
ar ömmur og eigum barnabörn
svona eins og ykkur sem lesið
þessa sögu. Og enn kemur fyrir
að við segjum: Manstu hvað við
gerðum á föstudaginn langa?
Höf.: Rúna
Teikn.: Lóa
r
Ég óska eftir að gerast áskrifandi að
BARNABLAÐINU
Nafn -----------------------------
Heimili---------------------------
Póstnr.--------- Póststöð ——------
Fæðingad.------- Kennitala--------
57. árg. 2. tbl. 1994
Útgefandi og ábyrgðarm.: Fíladelfía- Forlag, Hátúni 2, 105 Reykjavík
Sími: 91-21111 og 25155 Fax: 91-620735
Ritstjóri: Elín Jóhannsdóttir
Umbrot / hönnun: Jóhann Ólafsson
Prentvinnsla: Prentsmiðja Árna Valdemarssonar
Áskrift miðast við heilan árgang og er kr.1850. Út koma 6 tölublöð á ári.
Vinsamlegast tilkynnið til skrifstofunnar ef breyting verður á heimilisfangi
eða áskrift.
Sendist til Barnablaðsins
Pósthólf 5135
125 Reykjavík
Áskriftarsími er 91-25155
L
J