19. júní


19. júní - 19.06.1961, Side 17

19. júní - 19.06.1961, Side 17
III a ■* |> v »11 ■■ ■* Ég vil gjarnan verða við þeim tilmælum að lýsa yllarþvotti eins og hann tiðkaðist í minni sveit á minum uppvaxtarárum, og ég held það verk hafi verið unnið á líkan hátt víðast hvar um Norðurlönd. Ullin var ætið þvegin úti og þá við bæjarlæk, þar sem hentugast þótti. Þar voru sett- ar hlóðir fyrir ullarpottinn. Þvottalögurinn var blandaður úr vatni og keytu, hitaður vel, en ekki látinn sjóða. Stundum var nokkru af þvottasóda bætt í löginn. Áður en ullin var látin í pottinn, var hrist úr henni mold og sandur og annað rusl, sem safnazt hafði í hana á fénu, og greitt eins og unnt var úr flókum, svo að ullin þvægist sem bezt. Þá var hún látin í pottinn, en ekki meira í einu en svo, að hægt væri að hræra í pottinum með priki og þvæla hana sem bezt i leginum, svo að hún þvægist vel. Jöfnum hita varð að halda á leginum. Þegar ullin þótti fullþvegin, var hún færð upp úr og lögð á grind úr trérimlum, sem látin var yfir hálft pott- opið, og lögurinn látinn renna úr henni ofan i pottinn. í pottinn var svo smábætt vatni og þvotta- efnum, eftir því sem þurfa þótti. Tvær konur voru jafnan við ullarþvottinn, önnur þvoði í pottinum, en hin skolaði ullina í læknum í ullarkörfu, sem riðin var úr tágum og með höldu yfir opinu. Ull- in, sem biiið var að þvo i pottinum, var nú látin i körfuna, sem síðan var sett undir bunu i lækn- um og skoluð, þar til allur lögur var runninn úr henni. Þá var hún lögð á hlera, sem venjulegast var lagður yfir lækinn, og vatnið látið síga ,úr henni. Síðan var hún breidd til þerris, helzt í dá- litlum halla móti sól, ef hægt var. Sjaldan þornaði ullin til fulls á fyrsta degi. Var hún þá færð saman í smáhrúgur að kveldi og breidd á ný, þegar þurrkur gafst. Mjög vönduðu flestar konur verkun á ull sinni. Htin mátti ekki liggja of lengi i heita leginum í pottinum, þá gulnaði hvíta tdlin, en dökk ull var venjulega þvegin úr heitari legi. Þegar búið var að þvo og þurrka ullina, var eft- ir að „aðskilja“ hana, sem svo var kallað, þ. e. að velja úr henni til tóskapar, það sem bezt þótti í dúka og prjónles og taka frá til heimilisnota. Það, sem eftir var, var svo lagt inn i verzlanir i kaup- Ullarþvottur i Kolgrafafirði staðnum. Næst var svo að taka ofan af ullinni, draga úr henni togið og taka innan úr henni, sem kallað var, það er að segja að hreinsa úr henni þeim megin, sem sneri að bjór kindarinnar. Þar var hún oft dálítið flókin og þvæld saman í smá- hnökra og snepla, sem þurfti að fjarlægja, áður en hún var kembd. Sú ull, sem átti að vinna úr fina, vandaða dúka og prjónles, var valin sem fíngerðust og togminnst. Það var kallað að hæra ull, þegar mest var vönd- uð ofanaftektin og dregið úr henni hvert toghár og hnökri.. Þá var farið tvisvar til þrisvar yfir sömu ullina og hún látin liggja í bing á milli þess, sem hún var hreinsuð. Þær sögðu gömlu tóskapar- konurnar, að grófu hárin, sem eftir væru, réttu þá úr sér og kæmu út úr lögðunum, ef henni væri ekki þrýst saman. Þegar ullin var fullhreinsuð, var hún tiltæk að kemba hana og spinna og vefa, en það er nú aftur önnur saga. Aðalbjörg Benediktsdóttir. 19. JfJNl 15

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.