19. júní


19. júní - 19.06.1961, Page 20

19. júní - 19.06.1961, Page 20
SIGURVERK Þegar ég var þriggja ára, tóku foreldrar mínir kennara; skyldi hann dveljast nokkrar vikur og hjálpa eldri börnunum við nám. Þessi piltur var frá næstu sveit. Ekki var hann kennari að mennt- un, en hæfileika góðs kennara átti hann. Hann var 24 ára og hafði fengizt eitthvað við kennslu frá fermingaraldri, enda gekk hann undir nafn- inu kennarinn. Þessi ungi maður var mikill að vallarsýn, ekki talinn andlitsfríður, en hreinn á svip og bjartur yfirlitum, glaður í bragði og prúð- ur í framkomu. Hylli vann hann hvarvetna og þá einkum barnanna, sem nutu fræðslu hans, enda gerðist hann þá einnig leikbróðir þeirra. Fór hann með þeim í sleðaferðir, kenndi þeim á skiði og skauta, ef svo bar undir, og svo ýmsa leiki og jafn- vel dans. Oft fór hann með þau stuttar gönguferðir. Ég var mömmubarn og þýddist fáa, en fljótt hændist ég að þessum manni. Hann var svo nær- færinn og mildur í máli. Væri ég eitthvað að vola, talaði hann svo vel til mín og tók mig stundum í fang sér, hossaði mér á hnéi sér eða hélt mér hátt yfir höfði sér og sagði: „Sjáið, hvað stúlkan min er stór, stúlkan mín er öllum stærri.“ Hann kall- aði mig ævinlega stúlkuna sina, litlu stúlkuna sína. Stundum lánaði hann mér úrið sitt. Pabbi átti úr, en ég fékk aldrei að snerta það. „Láttu ekki barnið vera með úrið þitt,“ sagði mamma, „það getur dottið og brotnað“. „Engin hætta,“ sagði kennarinn, „stúlkan mín brýtur ekki sigurverk.“ „Hvað er sigurverk?“ spurði ég mömmu. „í úrinu eru mörg lítil hjól, sem snúast,“ sagði hún. „Þau stjórna vísunum, sem sýna okkur, hvað tímanum líður. Þau kallast sigurverk. Lítil börn mega ekki snerta slíka hluti, þeir eru svo brot- hættir og dýrir.“ „Stórt fólk brýtur stundum,“ sagði ég og fór. Mig langaði ekki að heyra meira. 18 Timinn leið, og vináttan hélzt. Ég fékk að ganga út og inn í kennslustundunum, og þegar krakkarn- ir sátu hljóðir og skrifuðu, tók kennarinn mig á kné sér og sýndi mér stafina. Áður en hann fór, þekkti ég þá alla . „Ég vona, að þú gleymir hvorki mér né stöf- unum, þangað til að ég kem aftur,“ sagði hann, um leið og hann kvaddi mig á hlaðvarpanum, en ég hélt annarri hendi í pils mömmu og var ákaf- lega niðurlút. Næsta vetur kom kennarinn aftur. Ég hafði engu gleymt. Meira að segja var ég farin að kveða að smáorðum hjá mömmu. Brosandi kom ég með kverið mitt að hnjám hans, áður en mamma hafði nokkrum góðgerðum að honum bugað. „Ég vissi, að stúlkan mín yrði dugleg," sagði hann, er ég hafði stautað hjá honum nokkrar lin- ur. „Þú verður alveg læs í vetur eins og stóru krakkarnir,“ mælti hann og klappaði á kollinn á mér. Það varð orð að sönnu. Þegar hann fór þenn- an vetur, var ég allæs og farin að pára prentstafi. Ég man svo margt frá þessum vetri. Það var oft mikill snjór, svo að kennarinn fór sjaldan í göngu- ferðir með krökkunum, sem hann hafði gert oft áður í ljósaskiptunum. Nú var sá háttur á hafður, að i rökkrinu safnaðist fólkið í baðstofuna. Pilt- arnir voru komnir frá gegningunum, stúlkurnar lögðu rokkana til hliðar og tóku prjónana. Mamma settist ofurlitla stund, áður en hún fór að sýsla við kvöldverðinn. Jafnvel fjósamaðurinn gaf sér ofur- lítið tóm og settist inn milli gjafar og vatns. Fólk- ið ræddi saman og hafði uppi gamanmál, setti í horn, gaf skip, fór með gátur og auðgaði vísna- forða sinn með því að kveðast á. Kennarinn hélt oft á mér, meðan þessu fór fram, og þá sofnaði ég stundum við barm hans. öllum þótti kennar- inn skemmtilegur, stóru krakkarnir dáðu hann, og ég sóttist eftir að vera í nálægð hans. Hann 19. JÚNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.