19. júní


19. júní - 19.06.1961, Side 22

19. júní - 19.06.1961, Side 22
stundum um helgar án erinda. Allir fögnuðu hon- um og ef til vill mest sú, sem minnst sagði. Um jólin kom hann. Mér einni gaf hann jólagjöf, stóra fallega myndahók. Þær voru þá ekki á hverju strái. Gleði minni verður ekki lýst. Kvöld eftir kvöld skoðaði ég myndirnar og las umsagnirnar, og ég bað mömmu að geyma bókina í sparifatakistunni okkar. Um páskana þennan vetur gifti elzti bróðir minn sig. Nánustu ættingjum og vinum var boðið. Kenn- arinn var í þeim hópi. I/itla kirkjan var full af fólki. Ég var mjög hrifin. Ég hafði ekki séð gift fyrri. Margt kom í barnshugann, og þá líka það, að seinna myndu standa þarna önnur brúðhjón, sem ég þekkti. Allt fór vel fram, góður matur á borðum, þegar komið var úr kirkjunni. Söngur var eftir borð- haldið og að síðustu dans. Ég sat hjá mömmu. Kennarinn kom og bauð henni í dansinn. „Ég dansa ekki,“ sagði mamma. ,,.Tú, þú dansar, ég hef séð það,“ sagði hann og tók um hönd hennar. „Nei,“ sagði hún, „ég ætla ekki að verða að athlægi núna.“ „Þá tek ég stúlkuna mína,“ sagði hann og hneigði sig fyrir mér. Ég kafroðnaði og flaug í fang hans. Ég hafði lært sporið hjá honum eins og hinir krakkarnir. Og þó að ég væri lítið æfð, missteig ég ekki eitt ein- asta spor. Kennarinn hélt mér fast og svo hátt, að ég tyllti aðeins tám við gólf. Aldrei lifði ég sælli stund. Ég, barnið, teygaði „guðaveigar" æskunnar. Nóttin leið. Vegir skildust. Kennarinn kvaddi með virktum. Nú yrði langt, þar til fundum bæri saman. Hann ætlaði í annan landsfjórðung og vera þar sumarlangt. Brosandi tók hann hönd mína, þakkaði mér dansinn og mælti til mín góðar óskir. Hvert hans orð fannst mér sem heit. Þótt ég lifði í von, fannst mér sumarið lengi að líða. Og aldrei þessu vant, var kennarinn sjaldan nefndur. Ef á hann var minnzt, fór mamma alltaf að tala um eitthvað annað, og ég stillti mig að spyrja um hann. Loks kom haustið, og kennarinn var væntan- legur. Ég efaðist ekki um, að hann kæmi fljótt til okkar. Og sá dagur rann upp, að fréttin um heim- komu hans barst okkur til eyrna. Hún barst meira að segja daginn eftir heimkomu hans. Fréttir ber- ast því fljótar sem þær eru innihaldsríkari. Kenn- arinn hafði komið með unnustu sína. Ekki veit ég, hvernig mér tókst að leyna harmi mínum. Ég fór í felur og grét, og ég gerði það oft, <lj£)acýóhrár u Mig rekur alveg í rogastanz, hve ríjur djassinn í hlustir manns sem erkifjandinn og árar hans útvarpi kvölum Vítisranns, sem spangóli á hlaÓvarpat hundafans og hvíandi stóS IroÖi amorsdans sem vœli þar ástsjúkir kettir í krans svo klykkja þeir út meÖ Ó guÖ vors lands. Erla. en herti mig samt upp eins og ég gat; ég fann hvílíkri skelfilegri heimsku ég hafði verið haldin og fyrirvarð mig meira en orð fá lýst. Það er ekki líklegt, að ég hafi getað blekkt heimafólkið, en enginn nefndi neitt. Og systkini mín stríddu mér ekki. Ég var ákaflega fegin því, og þó særði það stolt mitt, að þau mundu vita það, sem þau áttu sízt að vita. Ég hafði alltaf verið fylgispök mömmu og brá nú ekki þeirri venju, enda fór hún nú varla svo út fyrir hlaðvarpann, að ég elti hana ekki. Kæmi ég ekki af sjálfsdáðum, kallaði hún oft í mig. Hún talaði mikið við mig, kenndi mér heilræði og fallegar vísur, jafnvel heil kvæði. og gerði yfirleitt það fyrir mig, sem henni datt í hug, að ég hefði gleði af. Mamma var vitur kona. Aldrei nefndi hún kenn- arann á nafn. Þegar hann kom stöku sinnum, sem nú var sjaldnar, reyndi ég að vera sem mest úti við. Aldrei skyldi hann komast að kvöl minni og heimsku. Sjálfur hafði hann seitt fram tilfinning- ar mínar löngu fyrir ár fram með óhemjudálæti, næstum leikaraskap. Það getur verið hættulegt hverri barnssál að verða fyrir slíku. Oviljandi og í gáleysi braut kennarinn sigurverk, hið veikasta og viðkvæmasta sigurverk í mannheimi, barnssál- ina. Það brotnaði svo hrapallega, að löng ævi gat aldrei fengið gert við það að fullu. GuÖriSur Þórarinsdóttir. 20 19. JÚNl

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.