19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1961, Qupperneq 28

19. júní - 19.06.1961, Qupperneq 28
„Ég hef ekki séð sálfræðing temja hest og get þess vegna ekkert sagt um það, en maður þarf vafalaust að komast í samband við hestinn til að ná góðum árangri. Hesturinn þarf að skilja mann- inn gegnum taum og hreyfingu. Það þarf sérstök tök á hverjum hesti.“ „Og að lokum þetta: Mynduð þér treysta yður, ef nauðsyn bæri til, að taka íslenzka ótemju í stóði á fjalli og gera hana bandvana?" „Já, sannarlega,“ segir þessi unga stúlka og leyn- ir sér ekki undrunin yfir fávísi blaðamennskunn- ar. er að temja einn fjögra vetra núna.“ H. B. B. Híbýlafræðingnr. Frú Kristín Guðmundsdóttir er fyrsta íslenzka konan, sem lýkur prófi í híbýlaprýði. Hún stund- aði nám við Northwesternháskóla í Chicagoborg og lauk þaðan prófi 1946. Að þvi búnu sótti hún námskeið og kynnti sér nýjungar við þekktan skóla í New York-borg. Þar buðust henni mörg vinnu- tilboð, en hugurinn stefndi heim, og hér hefur frú Kristín jafnan unnið síðan. „Hvenær hófst áhugi þinn á þessari starfs- grein?“ „Sem barn langaði mig til að gerast arkitekt, ekkert annað komst að. Ég viðaði að mér pappa- öskjum og vindlingastokkum og bjó mér til þorp og borgir. Um það leyti sem eg lauk stúdentsprófi, var ekki efnilegt um að litast. öll lönd voru lok- uð vegna styrjaldarinnar nema Bandaríkin og Eng- land. Foreldrar mínir hvöttu mig til náms, og það var þeim kappsmál, að ég legði stund á þá sérgrein, sem ég gæti unnið að, þótt ég eignaðist heimili og börn. Híbýlaprýði var í nánum tengslum við áhugamál mín, og freistandi var að kanna nýjar leiðir. Ég hef aldrei séð eftir að velja mér þetta starfssvið. Maðurinn minn er arkitekt, og áhuga- mál okkar eru mörg hin sömu. Námið í háskólanum var bæði bóklegt og verk- legt. Aðaláherzla var lögð á híbýlafræðina, en inn- an hennar eru margar greinar, svo sem heimilis- hagfræði, almenn listasaga og listiðnaðarsaga. Kennt var t. d. um alls konar vefnað, aðgreining viðartegunda, rakin þróunarsaga gleriðju og leir- kerjasmíði, kennt að þekkja stíltegundir húsgagna frá mismunandi tímum og samsetning lita og með- ferð þeirra. í verklegu námi urðum við að gera margar vinnubækur og teikningar. Við vorum send í verzl- unarfyrirtækin, látin vanda efnisval og vörukaup. Við urðum að læra, hvaða litir, viðir og áklæði hæfðu hverju tímabili og vorum ýmist látin teikna eða gera líkan frá gömlum tímum eða nútíman- um. Við vorum einnig látin vinna algeng eldhús- störf, annars gætum við ekki gert réttar eldhús- teikningar. Samhliða venjulegum eldhússtörfum vorum við látin læra borð- og blómaskreytingar og hvaða réttir hæfðu við ýmis tækifæri.“ „En voru ekki byrjunarerfiðleikar eftir heim- komuna?“ „Jú, svo sannarlega. Ég vissi ekki, hvað ég ætti að kalla þessa starfsgrein, hringdi því í Jón Aðal- stein Jónsson norrænufræðing, skólabróður minn. Hann ráðfærði sig við Björn heitinn Guðfinnsson, og þeir gáfu mér nafngiftina híbýlafræðingur. Atvinnumöguleikar voru sáralitlir. Fólk hringdi til min, bað mig að skreppa með sér inn í nýju íbúðina eða rabba við sig yfir kaffibolla, en tekjur mínar urðu sáralitlar, svo að ég gat engan veginn lifað af þeim. Að lokum tók ég vinnu, sem mér bauðst hjá Skipulagsdeild Reykjavíkurbæjar. Þó að það væri ekki i mínu fagi, hafði ég gott af dvöl minni þar. Á kvöldin og i tómstundum vann ég að sérgrein minni, og smátt og smátt jukust at- vinnumöguleikarnir. Nú eru viðhorfin breytt, far- ið er að líta á hibýlafræðina sem starfsgrein, og skilningur manna á þörfum hennar hefur aukizt. Ég mundi hiklaust hvetja stúlkur til að leggja stund á þetta starf. Reynslan sýnir, að auðvelt er að sameina híbýlafræðina húsmóðurstörfum. Hægt er að vinna að teikningum heima fyrir og hag- ræða vinnutíma oft eftir vild. 26 19. JÚNt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.