Sólskin - 01.07.1930, Page 11

Sólskin - 01.07.1930, Page 11
»Þú ert eins og álfur og auli, Sigga mín! Stúlkan sú, sem sástu, er sólskinsmyndin þín« Gleraugun hans afa. (Þýtt úr ensku.) Til himins upp hann afi fór, en ekkert þar hann sér; því gleraugunum gleymdi hann í glugganum hjá mér. Hann sér ei neitt á bréf né bók né blöðin, sem hann fær; hann fer í öfug fötin sín, svo fólkið uppi hlær. Þótt biblíuna hafi hann, sem hæst í skápnum er, hann finnur ekki augun sín og enga línu sér. Á himnum stúlka engin er hjá afa, lík og ég, sem finni stafinn fyrir hann og fylgi út á veg. Hann afi sögur sagði mér um svartan skógarbjörn, 9

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.