Sólskin - 01.07.1930, Síða 14

Sólskin - 01.07.1930, Síða 14
Litli vinur, segðu fleira’ að sunnan: Syngja fuglar skærar þar en hér? gera blómin guð þar belur kunnan? grét þar ekkert barn, sem mætti þér? Þaðan burt mér finnst ég aldrei færi; fannst þér ekki suðrið töfra þig? Til hvers varstu’ að koma hingað, kæri? komstu bara til að gleðja mig? Vísan hans Nonna. Kraftalítill enn þá er ég, unnið get ég varla neitt; pabbi minn er alltaf úti, oft ég sé hún mamma’ er þreytt; ég er enn þá ósköp stuttur eins og kútur — rengla mjór; einhvern tíma, ef ég lifi, ætla ég samt að verða stór. Smíðatólin hans Nonna. Nú er fátt, sem að mér amar yfir smíðatólunum; ég á sjálfur sög og hamar, sem ég fekk á jólunum. 12

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.