Sólskin - 01.07.1930, Page 18

Sólskin - 01.07.1930, Page 18
Hann þekkti hvað var að vera svo veikt og svo lítið barn; hann blessaði litlu börnin svo blíður og líknargjarn. Hann brosti þeim eins og bróðir, og bros hans var dýrleg sól; hann fól þau í faðmi sínum og flutti þeim himnesk jól. Hann sá inn í sálir þeirra, hann sá þeirra hjartaslátt; hann gladdist með þeim í gleði og grét ef þau áttu bágt. Þau komu til hans í hópum, og hvar, sem hann fór og var þá fundu það blessuð börnin, að bróðurleg hönd var þar. Og því verður heilagt haldið í hjarta og sálu manns, um eilífð í öllum löndum á afmælisdaginn hans. Kisuvísa. Litla kisa leikur sér Líkt og annar kjáni, trítlar alltaf eftir mér eins og heimskur bjáni 16

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.