Sólskin - 01.07.1930, Side 22
Ég mestur er, því ég gullið geymi,
og gullið er tignað í þessum heimic.
En langatöngin sig teygði og sagði,
og talsvert af drambi í róminn lagði:
»Þið vitið, að ég er, strákar, stærri;
að styrkleika komizt þið mér ei nærri.
í heiminum ræður hnefaréttur;
sá hrausti er öllum betur settur*.
En þumalfingurinn reis upp reiður;
á rausi hinna hann sagðist leiður.
»Þið styðjið hver annan í öllum vanda,
en aleinn sjálfur ég megna’ að standa.
Þið sjálfsagt vitið, að sá er mestur,
er sjálfstæði’ og djörfung aldrei brestur.
Því er ég meiri en allir .hinir,
þið eflaust játið það, góðu vinir*.
En vísifingur að bræðrum brosti:
»Þið búið«, sagði’ hann, »að einum kosti.
Þótt einn sé sjálfstæður, annar stærri,
hver öðrum skyldi samt vera kærri.
Um góða bræður það gildir alla
að glaðir saman þeir standa og falla.
Því einn hefir það, sem annan brestur,
svo enginn má þeirra teljast mestur*.
20