Sólskin - 01.07.1930, Síða 38

Sólskin - 01.07.1930, Síða 38
Blessuð frjálsu fiðrildin fljúga um geim, blikna og deyja ef börnin snerta’ á þeim. Fuglinn og hann Fúsi. í snörunni fuglinn var fastur og fóturinn þrútinn og sár, hann titraði af angist og ótta, í augunum glitruðu tár. Og tíminn var leiður og langur, hann langaði frelsi að ná, því brúði og börn átti’ hann heima, og bezt var að dvelja þeim hjá. Hann flaug út að afla þeim fæðu og flýtti sér eins og hann gat, því aumingja ungarnir litlu þeir æptu og báðu’ hann um mat. Að æti hann leitaði lengi og lúinn og þreyttur hann var; í fjörunni’ hann fann það um síðir og fagnandi settist hann þar. Hann bita með nefinu náði, og nú vildi’ hann flýta sér heim, en snörurnar fjötruðu fætur — hann fékk ekki losnað úr þeim. 36

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.