Sólskin - 01.07.1930, Síða 41

Sólskin - 01.07.1930, Síða 41
Vorvísur. Hverfur kuldi, hlýnar blær, heyrist fuglakliður; blessuð sól á himni hlær, horfir til vor niður. Lifna fögur grös á grund, grænka fóstru klæði, þegar vor af vetrarblund vekur láð og græði. Bráðum fæ ég, fífill minn, fegurð þína að skoða, á gula kollinn glóir þinn, gylltan sólarroða. Barnið. (Eflir George McDonald.) »Þú hjartkæra barn mitt, heyrðu mér! Ó, hvaðan komstu? Það dulið er?« »Frá eilífðarvíðum alheims geim til ykkar kom ég í þennan heim«. »En hvar fékkstu augun björt og blá, sem blíðlega alla horfa á?« »Um heiðloftið fór ég, sem fegurst skín og fékk mér þar bláu augun mín«. 39

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.