Sólskin - 01.07.1930, Page 42

Sólskin - 01.07.1930, Page 42
»Hvar fékkstu ljós það, sem ljúfast skín og leiftrar í gegnum augun þín?< »Ég starði svo djúpt í stjörnugeim að stjörnuleiftrið varð kyrt í þeim<. »En hvar fékkstu þetta taera tár, sem titrar um þínar heiðu brár?< »Til ykkar jafnskjótt og ég kom hér á jörðunni beið það eftir mér«. »En hvað gerir ennið svo hátt og slétt, svo himinfagurt og brúnalétt?« »í heiminn þegar mig hingað bar af hendi mjúkri það strokið var«. »En hví er kinnin svo hvít sem rós og hlý eins og blessað sólarljós?* »Ég held það sé af því ég lífið leit svo langtum fegurra’ en nokkur veit«. »Hví leiftra þér töfrandi Ijós um kinn, hver lét þar þríhyrnda spékoppinn?* «Þrír englar frá guði signdu sig og samtímis allir kysstu mig«. »En segðu mér blessað barnið mitt, hver bjó þér til netta eyrað þitt?« <JO

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.