Sólskin - 01.07.1930, Page 46

Sólskin - 01.07.1930, Page 46
að það er öllum auðna mest að eiga rólegt skýli. Og ekkert gat þar grafizt inn, er glepti hvíldir mínar; því er mér kærri kofinn minn en kóngi hallir sínar. Um þrettán ár ég aftur lít á æsku minnar daga; þess alls er skeði, einn eg nýt, það engin geymir saga. Ég man að bjarta morgunstund ég mátti ei fjöri varna, því gimstein hafði gæfumund greypt í húsið þarna. Mig inn í stofu einhver bar, þar ungbarn reifað leit ég, sem einlægninnar ímynd var, og ekkert fegra veit ég. Og fagurlokkuð kona kvað: »Með kænsku og tryggðum þínum, ég fel þér, hvutti, hlutverk það að hyggja að drengnum mínum*. Og þannig hlaut ég heilagt traust, sem hundar glöggast skilja; og drengnum fylgdi fölskvalaust af fúsri tryggð og vilja; 44

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.