Sólskin - 01.07.1930, Síða 48

Sólskin - 01.07.1930, Síða 48
og bækur litla lesandans þar lágu í engum röðum. Mér virtist allt svo unaðslaust, ég einatt þungan stundi; nú barst mér engin barnsleg raust sem boð á gleðifundi. En tíminn læknar manna mein, að mestu sárið græddist, þeim auðnusólin endurskein, því annað barn þeim fæddist. En hundur aldrei getur gleymt, þó gráti hann tárum færri; það hann á allt í hjarta geymt, sem honum gengur nærri. Á meðan varir vit og fjör; þótt vin minn jörðin geymi, hans augu björt og bros á vör ég blessa og aldrei gleymi. Af elli þrek og þróttur minn er þrotinn — fáir vinir — ég anda bráðum síðsta sinn og sofna — líkt og hinir. Og er þeir sjá mig sofandi — þótt sé ég vinasnauður — þá verður sagt með viðkvæmni: »Hann veslings Snati er dauður*. 46

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.