Sólskin - 01.07.1930, Page 55

Sólskin - 01.07.1930, Page 55
en ég get skapað sumarsvip á systur minnar kinn. Ég stormský get ei stöðvað, né stefnu vindsins breytt; en sorg og bölský bróður míns af brá hans get ég eytt. Ég kann ei korn að rækta, þó kysi að plægja lönd; en ég get leikið þrótt og þrek í þreytta föður hönd. Ég get ei varnað vetri né vermt hans klaka stál, en ég get hlegið hlýjan blett og hláku í mömmu sál. Þau stórverk á ég eigi — þó óski hugur minn — að gera um allar byggðir bjart og bláan himininn. En smærri verk að vinna á valdi mínum er samt: að vera öllu allt af ljós, þó áhrif nái^skammt. 53

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.