Sólskin - 01.07.1930, Side 60

Sólskin - 01.07.1930, Side 60
í húsinu býr ei blekking nokkur; hvað blessað fólkið er gott við okkur! Því það hefir látið — látið smíða svo ljómandi fallegt hús og prýða; það fallegast er af öllum húsum, og alveg mátulegt handa músum. í gólfið hafa þeir vandað viðinn, en vír er í gafla og hliðar riðinn; hvað þar verður sætt að sofa og dreyma, hvað sælt verður þar að eiga heima. Svo húsið er alt í öllu vandað, að engir geta þar ketiir grandað; þó ég væri þar hjá mömmu minni, þar margir rúmuðust gestir inni. Þar fallegt er gat og vítt í veggnum, já, vafalaust til að skríða’ í gegn um, og þar eru ekki þrengsli nokkur; en þröngt er hér, svo við meiðum okkur. En eftir er þó það allra bezta, þar aldrei þarf nokkurn mat að bresta; ég sá að í hrúgum er þar ostur, sem öllum músum er hefðarkostur. Og lyktin var himnesk! hreint það sór ég; með höfuðið inn í dyrnar fór ég, en mundi þá eftir mömmu að vana, og mér fanst ég verða að sækja hana. 58

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.