Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1886, Side 3

Sameiningin - 01.04.1886, Side 3
19— kristinn söfnnðr geti þrifizt, að kristnin geti haldizt. Köllum þessa forvígismenn í hinni kirkjulegu baráttu presta eða hvað annað, sem vér viljum ; það gjörir ekkert. En því er að halda föstu, að án þessara sérstaklegu starfsmanna er fyrir þann al- menning, er kristinn vill vera, eigi unnt að lcomast af. En þá fylgir þar með annar sannleikr: „Verðr er verkamaðrinn launanna“,—hann verðr að fá laun til þess að geta haft lífsviör- væri fyrir sig og sína, þá, sem hann er skyldugr til að sjá fyrir. þá er annað : Enginn söfnuðr getr lengi komizt af án þess að eiga sérstakt samkomuhús fyrir guðsþjónustufundi sína. Auð- vitað, menn bjargast í bráðina án þeirra húsa, sem kirkjur eru kallaðar, en það er með mestu vandræðum. Bæði er það, að sumt fólk, sem alið er upp í ríkiskirkju eins og hún er á voru kæra Islandi, sér engan kristindóm í guðsþjónustum, þar sem helgi- siðahugmynd sú, er það hafði heirna, eigi kernr fram, og því liggr þar af leiðanda við að hneykslast á því, er guðsþjónust- ur eru fluttar annars staðar en í vígðum kirkjum, og svo fælist það þann söfnuð, þar sem þetta á sér stað. Hugsan þessa, þótt öfug sé, verðr þó að taka til greina fyrir hvern þann söfnuð, sem telr það ætlunarverk sitt, háleitt og heilagt, að verða sem flestum í sáluhjálplegu tilliti til uppbyggingar. En svo er jiað og ómótmælanlegr sannleikr, að lítið og slæmt húsrúm, fyrir guðsþjónustufundi, eins og eðlilega er í smá-íbúðarhúsum manna víðsvegar um nýlendur fólks vors, ellegar, þegar bezt er, í alþýðu- skólahúsum, sem surns staðar eru þegar til, en víðast hvar eru lítil,—að slíkt hiisnæði truflar mjög guðrœkilegar hugsanir manna, bæði þess, er guðs orð flytr, og þeirra, er því lilýða, þreytir menn, særir menn, gjörir menn leiða, þá er öllum leið- indum ætti að sleppa, verðr einatt þröskuldr fyrir þeim bless- unarríku álirifum, sem guðsþjónustan annars ætti að hafa og gæti haft. Vér sleppum öllum þeim herfilega átroðningi, sein slíkar samkomur í húsum einstakra manna baka húseigendunum. Iiitt er nóg til að sannfœra hvern einstakan söfnuð urn hina brýnu nauðsyn hans á því að koma sér sem fyrst upp hoefilegu guðsþjónustuhúsi. En til þessa þarf peninga eigi síðr en til launa handa þeim, sem prédika eiga orðið. Nú, allt verðr ekki gjört í einu. En einmitt af því að svo er, þá þarf endilega að byrja á undirbúningi undir þetta ýmsa, er ekki verðr til lengdar af kom- izt án, sem fyrst, nú tafarlaust. Ef ár eftir ár er beðið og hald- ið að sér höndum, þá kemr að því, að allt þarf að gjöra í einu, og

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.