Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1886, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.04.1886, Qupperneq 4
■20 svo verör mönnum allt af oí' vaxiS að gjöra neitt. Oss kemr eigi til hugar aS segja: þegar allir vorir söfnuðir hafa fengið sér sérstaka kennimenn, reglulega kristindómsskóla og reglulegaig rúmgóðar og sómasamlega út lítandi kirkjur, þá er allt briið. Hitt er vitanlegt, að því meira sem framkvæmt verðr, því fleira munu menn sjá, er framkvæma þarf. Ætlunarverkið eykst allt af fyr- ir kristilega kirkju eftir því, sem hún framkvæmir rneira, eftir því sem meira líf er í henni. En nú er að taka það, er næst liggr fyrir hinum einstöku söfnuðum vorum, og talca tafarlaust til starfa að undirbúningi þess. Innan mjög fárra ára þarf að vera komin upp kirkja í öllum þeim söfnuðum Islendinga hér vestra, sem nú eru myndaðir, og svo þarf að fást vissa fyrir því, einhver líkindi fyrir því að minnsta kosti, að þá er þessar kirkjur eru upp komnar, þá verði líka unnt að fá einhvern prédikara til að boða mönnum orð lífsins í þessum kirkjum, að þá verði unnt að halda þar guðsþjónustur reglulega. þetta tekst ekki nema með því móti, að þar sem ekkert hefir enn verið gjört þessum framkvæmdum til undirbúnings, að þar verði nú tafarlaust byrj- að. Og byrjanin er þessi: I hverjum söfnuði sé tekið til að mynda sjóð, er svo smásaman sé jafnt og stöðugt aukið við. Sjóð- ina má, ef til vill, hafa fleiri en einn, svo marga sem mönnum sýnist, og verðr þegar frá upphafi að búa svo um hnútana, að fé það, sem í þá er safnað, geti ekki misfarizt. Meðan svo stendr,, að einhver siifnuðr ekki heldr neinn prest og ekki leggr neitt fé irt fyrir prestsþjónustu, þá er ótœkt að láta tímann líða svo, að ekki sé neinu fé safnað fyrir ]?arfir ókomna tímans. því að þó að söfnuörinn ekki enn þá geti haldið prest, þá leiðir ekki af því að hann geti alls eklcert. Hann getr nokkuð, þ<> að hann geti ekki allt. Ýmsar raddir hafa á liðinni tíð heyrzt frá sumum af fólki voru í þessu landi í þá átt, að það væri furða, að engir prest- ar eða guöfrneðingar skj-ldi koma frá Islandi, af eigin hviit, af kristilegum kærleika, til þess að starfa að uppbygging guðs ríkis meðal landa sinna hér ; og það liefir mátt skilja á þeim, er þessar raddir hafa komið frá, að það að enginn kemr að heiman í þessum tilgangi, cibeðinn af mönnum hér, bæri vott um lítinn kristindómsáhuga meðal kennilýðsins á Islandi. En hiifum vér nokkurn sanngirnis-rétt til að ætlast til að menn komi hingað <>tilkvaddir að heiman til að starfa fyrir kirkju vora hér fyr en landar þeirra hór hafa sýnt í verkinu, að þeir

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.