Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1886, Síða 7

Sameiningin - 01.04.1886, Síða 7
■23- lokið, var það, að Esra tók sig upp með þeirn hóp, er honum t'ylgdi (457). En 12 árum þar á eftir (445) íekk Nehemías, tig- inn Gyðingr við hirð Artaxerxes Persakonungs, leyti konungs til að leggja á stað frá Súsan, höfuðborg Persaveldis, til Jerúsalem og taka þar við landstjórn, hinni hart-að-þrengdu þjóð sinni til viðreisnar. Hann lét víggirða Jerúsalem lýðnum til varnar gegn hinum fjandsinnuðu nábúaþjóðum. Esra hafði komið því til leiðar, að Gyðingar hættu að ganga í hjónabönd með heiðingj- unum í nágrenni þeirra. Hefði það haldið áfram, var feðra- trúin í veði. Og báðir tóku þeir Esra og Nehemías höndum saman í því að fœra trúarlíf þjóðarinnar í lag. Eftir að Nehemías hafði verið 12 ár landstjóri í Gyðingalandi í umboði Persa- konungs, kom hann aftr til Súsan á konungs-fund (Neh. 13,6), en fékk svo aftr fararleyfi til Gyðingalands og starfaði þar enn um óákveðinn tíma. Konungarnir í Persaríki næst á eftir Sýrus, sem dó árið 529 f. Kr., voru þessir : Kambyses, sonr hans, til 522, Gómates, er sveikst til valda og lézt vera Smerdes, bróðis Kambysess, er hann (Kamb.) hafði drepa látið,—að eins 7 mánuði, Daríus llystaspes-son, höfuðmaðrinn í samsæri þeirra, er drápu Gómates, til 485, Xerxes, sonr hans, til 464, Artaxerxes, sonr hans, hinn „handlangi“, til 425.—Konungar Persa eftir það snerta varla neitt sögu Gyðinga, enda þótt Gyðingaland væri eins og hvert annað persneslct skattland ríki þeirra háð allt til þess er því var kollvarpað af Alexander mikla árið 330 f. Kr. Yér nefnum þó einnig þessa Persakonunga hér að eins á nafn: Daríus 2., Artaxerxes 2., hinn „minnugi", Artaxerxes 3., Daríus Kodo- mannus.—-Enginn þessara síðustu konunga er nefndr í biblíunni, nema hinn allra síðasti, því að öllum líkindum er hann sami maðrinn og sá, sem í Neh. 12, 22 er nefndr „Daríus hinn pers- neski“. þó getr það ekki verið nema því að eins að því versi í Neh., þar sem þessi maðr er nefndr, hafi verið bœtt við löngu eftir daga Nehemíasar, sem annars er höfundr þessarar bókar, enda er það alls ekki ólíklegt; að öðruin kosti hlýtr „Daríus hinn persneski" að vera Daríus 2.—Af hinum fyrri Persakon- ungum eftir Sýrus eru í biblíunni að eins tveir, þeir Daríus og Artaxerxes, nefndir með hinu almenna nafni sínu. En hinir allir virðast þó greinilega að vera nefndir líka. I 4. kap. Esra- bókar eru tveir konungar nefndir, Ahasverus (í 6. v.) og Arta- xerxes (í 7. v.), á tímabilinu milli ríkisstjórnar Sýrusar og Daríus-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (01.04.1886)
https://timarit.is/issue/326417

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (01.04.1886)

Gongd: