Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1886, Qupperneq 12

Sameiningin - 01.04.1886, Qupperneq 12
—28— ati meðal Gyðinga var talin nýársdagr hins borgaralega árs. Almenningr óskaði líka þá eftir nýju ári blessunar og framfara, þráði af hjarta nýja tíð, )>ar sem gömul niðrlæging, gömul eymd, gainlar raunir væri á enda. Hver óskar ekki eftir hinu sama í viðiíka sporum ? En sumir ímynda sér, að nýár blessunarinn- ar upp renni, að sælli tímar komi, fyrir almenningi, ef kirkjan er niðr brotin, guðs orð fótuni troðið, hin heilaga saga hinnar kristnu opinberunar sett í röð með þjóðsögum og æfintýruin. þeir óska eft- ir kristindóinslausu nýári, þar sem girndir og guðlausar tilhneg- ignar mega ráða. þeir vilja losa manninn, sjálfa sig að minnsta kosti, undan yfiráðuin þess guðs, er í biblíunni talar, og ímynda sér, að þá sé frelsi fengið. ])að byrjar líka nýár fyrir þeim, sem varpa kristindómiium útbyrðis, en hvílíkt nýár! Fólkið í Jcrúsalem hafði, þá er það hlýddi á Esra meðan hann las fyrir því lögmál guðs frá birting allt til miðdegis, lifandi tilfinning fyrir því, hvað verið hafði hið mesta mein Israels á liöinni tíð. Utlegðin í Baby- lon og nærri því heillar aldar vandræði eftir að heim var komið á rústir hins niðrbrotna föðurlands var búið að sýna mönnum fyrir alvöru, hvað það er að sleppa trú og guðs ótta. Og því meira sem menn heyrðu af lögmálsorði guðs, því meira fundu þeir til þessa. „Allt fólkið grét, þegar það heyrði lögmálið.“ Skoð- aðu æfisögu þjóðar þinnar frá næst undan genginni tíð í spegli guðs lögmálsorðs og vittu, hvort þú sér ekki, í hverju blessan hennar og í hverju bölvan hennar liggr. En skoðaðu líka þína eigin æfisögu í sömu skuggsjá, og vittu, hvort þú getr ekki feng- ið sömu tilfinning innan brjósts eins og ísraelslýðr í Jerúsalem, þá er hann heyrði Esra lesa sér lögmálið. Fólkið grét út af syndum sínuin, on Nehemías minnti það á, að þegar til guðs væri litið, þá væri einnig tírni til að gleðjast. Gleymdu ekki guðs náð í harmi þínum út af synda-eymd þinni, þér er frelsari fœddr. Hann vill og getr gefið liverri syndugri mannssál gleðilegt nýár, og það ný- ár gctr þú, maðr, látið byrja á miðju almanaksári, nú þegar. I næstu lexíu, hinni 11., höfum. vér söguna um Ester, Gyðingastúlkuna, sem komst til hinnar óvæntu og lítt öfunds- verðu tignar að verða ein af konum hins heiðna persneska harðstjóra, þá er hún, með hættu fyrir sitt eigið líf, gekk fyr- ir konung til að biðja liann fyrir þjóð sína. Haman gœðingr konungs hafði sár-reiðzt Mardokaí, fóstra og frænda Esterar, út af lítilræði, og til að hefna sín á honum og koma því til

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.