Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1886, Qupperneq 15

Sameiningin - 01.04.1886, Qupperneq 15
—31— einmitt nu ? Fúrnirnar, sem drottni eru fram bornar í söfnuö- unum, eru svo nauða-fátœklegar. Menn koma tómhentir fram fyrir drottin sinn. Menn láta þarfir síns eigin safnaðar, þarf- ir guös ríkis yfir höfuö, sitja á hakanum fyrir öllu ööru. Menn þykjast gjöra vel með því að nafninu aö lafa í kristnum söfn- uöi. Og að hinu leytinu: Hve fúsir eru margir á það aö sam- laga sig alls konar heiðindómi, samrýma rammasta heiðin- dóm með tilliti til breytninnar viö kristnatrúarjátning! Kristn- in er alit af aö giftast lieiöninni í þeim söfnuðum, þeirri kirkju, ]«ir sem ekki er ást á drottni til að halda mönnum vakandi. Og þegar þú sér þetta ústand, er þá ekki sjálfsagt, að þú óskir í hjarta þínu eftir því, að drottinn komi, heimsœki almenning með áblæstri anda síns ? Nú, bæði gamla testamentið og nýja testamentiö endar meö þeim spádómi, að drottinn muni koma. Hann kemr á dómsdegi. En hann hefir líka komiö á liðnum tíma, og mun koma framvegis það, sem eftir er mannsæfinnar, heimsæfinnar—með dóm og lausn, með lögmál og evangelíum, með dauða og líf. Hann er reyndar sífellt komandi, ef þú aö eins opnar augun og tekr eftir honum. Saga heimsins með sínum ljósaskiftum lífs og dauða er ein saman hangandi koma drottins. Yor eigin íslenzka þjóöarsaga vitnar ekki síör um komu drottins. Og séröu þá ekki marg-ítrekaða komu drott- ins í þinni eigin æfisögu, maör ? Og hann kemr enn. Orðiö hans, sem heilög ritning flytr, er fyrirrennari hans, hans aðal- sendiboði, engillinn, sem kallar á þig, eins og Jóhannes skírari á, Israelsmenn í eyðimörkinni, og segir þ é r að koma til h a n s í lifandi trú, von og kærleika, með hjartað hlýtt, lífið honum helgað, til þess aö þú þurfir ekki að koma til dóms, heldr fáir stigið yfir frá dauðanum til lífsins (Jóh. 5, 24). Dr. Christian Andreas Herrnan Kalkar, einhver helzti guöfrœðingr og starfs- niaðr hinnar lútersku kirkju í Danmörk, andaðist í Kaupmannahöfn 2. Febr., S5 ára gamall. Hann var fœddr í Stockholm rétt eftir aldamótin, þar sem faöir hans var Gyðinga-prestr eða rabbí, en fluttist síöan til Cassel á fiýskalandi meö fóður sínum, sem dó j>ar, J>á er sveinninn var á 10. ári. Viö dauða fööur sins kornst hann til Kaupmannahafnar, gekk J>ar á skóla, las lög, en snerist svo til kristni, lét skírast, lagði fyrir sig guöfrœðisnám, hafði hinn alkunna J. P. Mynster fyrir kennara, tók guðfrœðispróf og síðan til starfa fyrir hina kristnu kirkju. Að prestskap vann hann J>angað til 1869, en eftir sem áðr hélt hann áfram all-margbrotnum kristilegum ritstörfum. Einkum lagði hann stund á sögu kristniboösins i ýmsum greinum, og vakti meöal Dana áhuga á kristniboði. Aö endrskoðan biblíu-útleggingarinnar dönsku vann hann og. I ýmsum dönskum kristi- 'egum tímaritum var hann höfuömaör á sinni tíð.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.