Sameiningin - 01.08.1886, Qupperneq 6
—86—
aS kenning Únítara náSi skjótum framgangi í Ný-Englands-
ríkjunum snemma á þessari öld. En sú skjóta ritbreiðsla hefir
hætt fyrir löngu, og á yfirstandanda tíma er Unítaraflokkrinn
sú trúardeild, er einna minnst allra fœrir sig út; hann stendr
nálega grafkyrr aö því er tölu áhanganda hans snertir. það, sem
fremr öllu einkennir trúarlífið í Vestrheimi nú á tímum, er starfs-
íjör það, er kemr fram hjá öllum kristnum kirkjudeildum, smá-
vaxandi tilhneging þeirra tii meiri einingar í trúnni og til þess
að vinna hver við annarrar hliS án tillits til flokkaskiftingarinn-
ar. Framfarirnar innan kirkjunnar í Ameríku eru jafnt og
stöðugt í kristilega átt. Tala stúdenta, sem heyra kristnum söfn-
uðum til, á hinum hærri skólum, eykst á ári hverju meir en
því svarar, sem stúdentalýðrinn fjölgar. Evangeliskr kristin-
dómr þokar sér á ári hverju inn á þaS, sem áðr var svæði
vantniarinnar.
A Indlandi má jafnvel enn skýrar sjá, hvert allt stefnir.
þ»ar sem áðr enginn kristindómr átti heima, þar er nú tala krist-
inna manna svo að hundruSum þúsunda skiftir. Sú önnur trú.-
artegund, er þar keppir á fram, er kennd við Bramo Somaj. það
er heiðindómr, sem er að nálgast kristindóminn, og gæti í raun-
inni kallazt eins konar Unítara-kristindómr. þaö er eingyðistrú,
sem hafnar allri skurðgoðadýrkan, aShyllist Jesúm sem spámann,
kennir hreinan siðalærdóm og segist vilja þýðast allt, sem gott
sé í öðrum trúarbrögöum. þegar þessi frjóangi sprettr upp irr
rotnun og dauða Brama-heiðindómsins, þá ætti vissulega að skoða
það sem sönnun fyrir því, hver áhrif kristindómrinn hefir haft á
hinn þarlenda lýð, en ekki sem sönnun fyrir því, að kristindómr-
inn sé að hnegjast nær vantrúnni.
En þó sýnir ekkert eins vel, að evangeliskr kristindómr er
í uppgangi í heiminum á vorri tíð, eins og það, hvernig vantrri-
in sjálf hefir breytzt í seinni tið frá því, er áðr var. Jafnvel
vantrúin hefir lyfzt upp—nauðug viljug—frá því stigi, er hún
fyr um stóð á. það er lítið nú til af hinni hrottalegu vantrú
síðustu aldar. Fáir visindamenn nú á dögum neita tilveru
órannsakanlegs stórveldis, er alheimrinn lifi og hrœrist í. það er
litið á Jesúm með virðing og jafnvel með aðdáan og ást svo sem
mikinn siðbœ|j; og margir svo kallaðir skynsemistrúarmenn
ganga svo langt, að telja hann í sínum fiokki. Og í seremoníur
þær, sem hinir kristindómslausu flokkar fylgja á samkomum
sínum, eru jafnvel orð og hugmyndir af kristnum uppruna kom-