Sameiningin - 01.08.1886, Síða 10
—90—
að þeir losni við einstaka syndabletti, sem þeir verSa fyrir sí og
æ eftir því sem þeir ferðast áfram gegn um hinn vanheilaga
heim. ])cir þurfa allir að þvost. Allt þarf að verða nýtt. Komdu,
syndari, og leyfðu drottni að þvo þig. þú skilr, ef til vill, ekki
nú það, sem drottinn gjörir við þig, þegar hann kemr til þín
eins og lítilmótlegr þjónn og býðr sig fram þér til hjálpar; en
seinna meir munt þú skilja það. Eitt ættirðu að skilja nú þegar:
það að þú ert svo veikr, breyskr, óhreinn, syndugr, og að fyr
eða síðar hefst þín ganga út í Getsemane. Og hver fær þá stað-
izt án guðdómlegs endrlausnara ? Réttu þá tafarlaust frsjui ekki
að eins hönd þína eða fót, að Jesús fái það þvegið, heldr hjartað
og höfuðiö íneð.
Hryggr í anda. tekr Jesús það fram viö lærisveinana þegar
eí’tir að fótaþvottinum var lokið, að einn þeirra myndi svíkja
sig. 8. lexían byrjar með því. Lærisveinarnir litu hver upp á
annan, og enginn hafði í bráðina hug til að segja neitt. það
varð dauðaþögn í kvöldmáltíðarsalnum ofr-litla stund. En brátt
fær sá lærisveinninn, sem næstr var brjósti Jesú við borðið, bend-
ing frá Pétri um að spyrja meistara þeirra, við hvern hann ætti,
og þessi lærisveinn, Jóhannes, hallaði sér nær Jesú og spyr, ugg-
laust í hálfum hljóðum: „Herra, hver er það ? “ Jesús gefr hon-
um ákveðið merki þess, við hvern hann hafi átt. Svo fer Júdas
út, en áðr en hann fœri, segir Jesús við hann, þafmig, að allir
gátu lieyrt: „það, sem þú gjörir, það gjör þú skjótt". þó skildu
þeir ekki þessi orð Jesri þá, því þeir höfðu ekki heyrt það, sem
hann rétt áðr hafði sagt Jóhannesi um Júdas. þegar svikarinn
er farinn út í náttmyrkriö, talar Jesús um dýrð. sína eins og
þegar byrjaða. það er stórkostlegt, að sjá eintóma guðs dýrð, þeg-
ar verið er að ganga út í píslir og dauða. En svipuð sjón blasir
ávallt við, þá er trúað guðs barn leggr sig undir kross lífsins
og kross dauðans. En dýrð drottins á ekki að eins að koma
fram í píslarsögu frelsarans og í krossburði lærisveina hans, heldr
og í öllu samlííi þeirra, sem á hann trúa, hvort sem meðlæti
eða mótlæti er yfir þeim. því leggr Jesús lærisveinum sínum
nú svo ríkt á hjarta, að þeir verði að elska hver annan það á á
öllum tímum að sýna, hvort menn eru lærisveinar frelsarans eða
ekki. Kærleikr milli brœðra og systra—þaö er hið guödómlega
merki, setn á að blakta í blíðu og striðu yíir öllum kristnum
söfnuðum og heimilum. Ef þetta merki er ósýnilegt, hvar er þá