Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1886, Side 11

Sameiningin - 01.08.1886, Side 11
—91— hin kristilega trúin ? og hvað tlugar þá hin hreinasta kristilega tráarjátning ?—íslendingar, drögurn tafarlaust það merki upp í öllu voru félagsslífi, sem sýni, að vér séum sannir lærisveinar Jesú Krists, til þess að liann, er vér segjumst trúa á,verði hjá oss vegsamlegr. Gjörum útlægt hið eigingjarna, vanþakkláta, kærleikslausa, hrœsnisfulla Júdasar-hugarfar, sem rekr mann- inn út í hin yztu myrkr, þegar einir 30 silfrpeningar eru í aðra hönd. Júdas trúði á Mammon, þótt hann teldi sig lærisvein Jesú. Mammon á enn ríki í heiminum, og aldrei frernr en nú og hvergi fremr, eflaust, en í þessu landi. Sá, sem gefr sig hon- un á vald, og telr sig þó einn af lærisveinum Jesú, hann gjörist nýr Júdas. það nafn vill enginn hera. En einnig þeir, sem hærra hugsa en Júdas, þurfa að sér að gæta. Einnig þeir, sem finnst þeir elslci drottin af öllu hjarta, þurfa að vaka yfir veik- leika sínum. 011 kristnin muni eftir áminning drottins til Pétrs. „Gef mér, Jesú, að gá að því: glaskeri ber eg minn fésjóð í“ (shr. 2. Kor. 4, 7). þegar Jesús byrjar þann kafla rœðu sinnar, sem hin 9. lexía hefir inni að halda, þá er auðséð, að djúp sorg hefir fyllt hjörtu allra lærisveinanna. þeir hræddust hina óhjákvæmilegu skiln- aðarstund eins og þeir ætti sjálfir að ganga út í opinn dauðann, og jafnvel enn þá miklu meir. Hve margr vildi ekki heldr deyja sjálfr heldr en lifa og verða að sleppa hinutn hjartkær- asta ástvini sínum út í dauðann! „Til hvers er að lifa, þegar ljósið augna minna er slokknað í daúðanum?“ hugsar margr á stund sorgarinnar og skilnaðarins. „Ó, að mega nú deyja líka! “ — „Hjarta yðar skelfist ekki“, segir Jesii og bendir læri- sveinunum um leið á það, er tekið gæti óttann úr sálum þeirra: trúna á guð og trúna á hann sjálfan. Hvað getr geíið hjarta þínu frið, maðr, þá er þú stendr grátandi við banabeð eða gröf ástvinar þíns, annað en hin kristilega trú ? Og þú, sem átt ást- vini og getr búizt við að missa þá á hverri stundu, hefir þú ekki í þessu einu nóga hvöt til þess að halda þér dauðahaldi við hinn eina, er getr gefið lijartanu frið á skilnaðarstundinni ? „Herra, sýndu oss föðurinn, og þá nœgir oss“, sagði Filippus. það er einatt í lífinu, að maðrinn óskar ekki eftir að sjá guð; maðr- inn flýr oft burtu frá augliti guðs eins og Jónas spámaðr gjörði forðum, þá er drottinn bauð honum að boða vilja sinn þeim, sem í myrkrunum sátu. En þegar dimmar af nótt mótiætisins,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.