Sameiningin - 01.05.1887, Side 3
—35—
indómr, svo þeir söfnuðir geti verið skólar til eilífs lífs og and-
legrar blessunar fyrir þá, sem komnir eru og koina munu, fyr-
ir alda og óborna.
það er eitt í hinni kirkjulegu starfsemi safnaða vorra hér,
sem cirwia mesta áherzlu þarf á að íeggja, til þess að vér í and-
legu tilliti getum komið œskulýð vorum, þeim, sem hér er upp
að vaxa, og þeim, sein frá Islandi kemr, til hjálpar. ])að er
sunnudagsskólinn. það er óþekkt atriði til uppbyggingar í
kirkjunni á íslandi, en hér oss alveg ómissanda. Sunnudags-
skólinn heíir ekki það fyrir sitt aðal-mark og mið að „hlýða'
unglingum „yfir“ hinn svo kallaða kristna barnalærdóm, heldr
liitt að koma þeim, sem á skólann ganga, til að hugsa um það
guðs orð, sem numið er eða numið hetír verið, gjöra það að sinni
eigin andlegri eign, opna hjartað fyrir boðskap kristindómsins,
rótfesta guðs orð þar, til þess að menn geti því betr haft and-
leg not af heyrn þess og lestri, fái helgazt í sannleikanum, eða
með öðrum orðum : vaxið að vizku og náð hjá guði og mönn-
um. Slíkr skóli hefir það fram yfir vanalega prédikan guðs
orðs, að þar er engin saman hangandi rœða, heldr nokkurs kon-
ar samtal milli kennaranna og hinna einstöku lærisveina, og
við slíkt samtal verðr það guðs orð, sem að inönnum er haldið,
algjörlega persónulegt fyrir hvern og einn. þeim, sem á sunnu-
dagsskóla ganga, gefst þar svo ágætt tœkifœri til að koma fram
með sínar eigin hugsanir og tilfinningar út af guðs orði; menn
læra þar svo vel að leggja mælikvarða kristindómsins við sína
eigin lífsreynslu og andlegu stefnu; menn tala um synd og
náð eins náttúrlega eins og hvert annað atriði, sem mœtir í hinu
daglega lífi. Og svo hljóta menn þá að hafa yndi af þeim sann-
leik, sem kristindómrinn hefir meðferðis, þar sem menn rneira
og meira læra að skoða hann og tala saman um hann eins og
sína persónulega eign, en ekki eins og nokkuð fyrir utan sig
langt í burtu. I sunnudagsskólanum fá kennendrnir svo ágætt
tœkifœri til að kynnast lærisveinum sínum, læra að þekkja
veikleika þeirra og styrkleika, og því lengr sem samvinnu læri-
sveina og kennara á sunnudagsskóla er haldið áfram, því betr
verða kennendrnir fœrir um að gefa hverjurn einstökum af
lærisveinunum áríðandi bendingar fyrir lífið. það er vitaskuld
að hver sunnudagsskólakennari verðr í anda að vera snortinn
af efni því, sem um er að rœða, það er að segja : hinum kristi-