Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1887, Side 11

Sameiningin - 01.05.1887, Side 11
—43— prestr í kirkjudeild Kongregazíónalista og þjónaöi lengi, síSan 1847, einum fjölmennasta söfnuSi í Bandaríkjum, Plymouth Church í Brooklyn. Hann var frelsismaSr hinn mesti og talaSi manna bezt máli hinna svörtu þræla í suSrríkjunum á sinni tíS, enda er hin alkunna frú Harriet Beecher Stowe, höfundr skáld- sögunnar „Uncle Torns Gabin", sem forSum hafSi svo afar-mikla þýSing fyrir úrlausn þrælamálsins, systir hans. En hinn mikli mælskumaSr var of laus í trúarskoSunum sínum, sem einkum kom fram á seinni árum hans, og sýpr Kongregazíónalistakirkjan af því, þar sem hann fyrir sakir hinna miklu hœfilegieika hans eSlilega varS fyrirmynd kennimanna þeirrar kirkjudeildar. Svo lenti hann líka um 1874 í máli einu mjög leiSinlegu fyrir hann, er einnig varS til þess aS varpa talsverSum skugga á hiS heims- fræga nafn hans. „HefSi hann dáiS nokkru fyr en hann dó, þá hefSi hann lifaS lengr“, segir blaS eitt heppilega. Hann var fceddr 1813. —MaSr er nefndr Murray, skozkr aS uppruna. Hann vann viS sögunarmylnu eina, missti annan handlegginn og um leiS at- vinnu þá, er hann hafSi haft. SíSan komst hann í þjónustu biblíufélagsins skozka, The National Bible Society of Scotland. Tók hann þá að kynna sér ýmis konar aSferSir viS letrgjörSir fyrir blinda menn. SíSan komst hann til Peking í Kína, og fór þar aS reyna til aS tínna aSferS til aS gjöra mönnum marg- falt hœgra fyrrir aS læra aS lesa kínversku heldr en hingaS til hefir veriS. þaS var meS því aS fækka stórum hinum svo köll- uSu stöfum í þeirri undarlegu tungu. En kínverskir stafir eru eiginlega alls ekki stafir eftir vorum hugmyndum um stafi. þeir tákna ekki hljóS eins og í vanalegum tungumálum, heldr hug- myndir, og eftir því, sem hugmyndirnar fjölga,—og þær geta auSvitaS allt af fjölgaS,—fjölgar stöfunum eSa letrmyndunum og. í hverri meSalbók á kínversku er sagt aS komi fyrir um 4 þúsundir letrmynda. Svo auSsætt er aSþaSþarf meira en lítinn lærdóm til aS geta heitiS læs á kínversku. Murray fann nú upp alveg nýjar letrtáknanir fyrir kínverskuna, sem tákna skyldi hljóSin í tungunni og þannig urSu reglulegir stafir. Og urSu liinir kínversku stafir hjá honum 420. Svo tók hann mun- aSarlaust kínverskt beininga-barn nokkurt blindfœtt aS sér og fór aS kenna því aS lesa móSurmál þess mcS hinum nýju stöf- um sínum, og heppnaSist þaS vel. Og brátt hafSi hann kennt

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.