Sameiningin - 01.05.1887, Blaðsíða 15
—47—
kenndr af stjórninni, þá eru þessi lög alþingis frá 1885 hrein
og bein handarskömni, þar sem konungr samkvæmt þeim getr
neitaS staðfesting á hverjum utanþjóðkirkjupresti sem er, hve
lengi sem honum, eSa réttara þeim, er vilja konungs ráSa, lízt,
og sífelldri kúgan má þannig beita viS þá, sem utan þjóSkirkj-
unnar standa; og þaS væri óhœfa, ef alþing 1887 léti hjá líSa
að um snúa þessum heimskulegu harSstjórnarlögum, er þó voru
til búin í þeim tilgangi aS stySja eSlilegt samvizkufrelsi manna,
í þá átt, aS þaS fáist, sem upphatiega var til ætlazt aS fengist
meS lögum þessum.
—Lausn frá prestskap hafa fengið séra Jón Sveinsson aS
Mælifelli og séra þorvaldr Ásgeirsson í Steinnesi.—Séra Jón
Eiríksson, uppgjafaprestr aS Stóra-iNúpi, er látinn.
—Séra Friðrik J. Bergmann fermdi 42 ungmenni um pásk-
ana í söfnuðum sínum á GarSar, Mountain og Hallson. SíSan
hefir hann ferðazt suSr til hinnar íslenzku byggSar umhverfis
Minneota í Lyon Co., Minnesota, í þeim erindum að stySja aS
kirkjumálum fólks vors þar. Hr. Níels Steingrímr þorláksson,
sem stuudað hefir scuðfrœSisnám um nokkur undan farin ár viS
háskólann í Kristjanía í Norvegi, fékk, sem kunnugt er, köll-
un til prestskapar frá fólki í þessari íslendingabyggS síðast liS-
iS sumar, og liefir hann ákveSiS, ef heilsa og aðrar vtri ástœður
leyfa, aS verða viS þeirri áskoran og koma vestr um haf í sum-
ar til sarnvinnu með þeirn, cr hér berjast fyrir kristindómi þjóS-
flokks vors.
—Bitstjóri „Sameiningarinnar“ hefir lengst af veriS heilsu-
lasinn í vetr, en seinast í Marzmánuði varS hann aS hætta að
prédika, og hefir legiS í rúminu síðan í vikunni fyrir páska.
Engar íslenzkar prédikunar-guSsþjónustur hafa því í síSustu
tíS veriS hér í Winnipeg.
—Séra Magnús Andrésson, prófastr, á Gilsbakka í Borgar-
firði, lét í ljósi í haust, að hann væri eigi ófús aS koma hingað
til vor og starfa meS oss fyrir kirkju Islendinga hér. Ut af
því ályktuSu söfnuðirnir í Argyle hér vestr í Manitoba aS senda
honum köllun til prestskapar; en þegar til kom, gat hann af
gildum ástœSum, því miðr, eigi þegið boSiS.