Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1887, Qupperneq 2

Sameiningin - 01.06.1887, Qupperneq 2
—50— að því að ferming eða eittkvað af sama tagi og ferming hlyti að eiga heima í hverjum kristnum söfnuði, þar sem vér tökum fram, að söfnuðrinn yrði að hafa einhverja trygging fyrir því, að hver einstakr limr hans, er fullkominna safnaðar-réttinda ætti að njóta, vildi lifa undir lögum hans og í hans anda. Enda fullyrtum vér, að hversu illasem með ferminguna hefir einatt verið farið í kirkju vorri á liðnum tíma, þá væri mönnum hér í frjálsri kirkju innan handar að láta hana, eins og tilgangrinn er og hefir ávallt verið, verða lcristindómslífinu til blessunar. Og á það var skýrt, en þótt í mjög stuttu máli, bent af oss, með hverju móti þetta gæti orðið. En því fer fjarri að vér tœmdum þetta fermingar-spursmál með áðr nofndri ritgjörð vorri. Og eigi kemr oss til hugar að tœma það með því, er hér verðr af oss sagt um það mikils varð- anda mál. A Islandi er lögákveðið, að á aldrslceiðinu frá 14 til 18 ára slculi öll ungmenni staðfesta skírnarsáttmála sinn eða fermd vera. Og það er kunnugt, að foreldrar keppast þar almennt við að fá börn sín, hvernig sem á stendr fyrir þeim í andlegu tilliti, fermd óðar en þau hafa fyllt hið 14. ár sitt. Fyrir innan þarm aldr má að lögum engan þar ferma nema eitthvað einstaklega standi á, og þó jafnvel ekki þá nema með sérstöku leyfi frá kirkjustjórninni. Innan þessa aldrs verða ungmenni þar því yíir höfuð að tala eigi fermd. Sé nú eitthvert ungmenni orðið fullra 14 ára áþeim tíma á árinu, þá er ferming fer fram í söfnuði þeim, er það til heyrir, án þess að prestrinn fermi það, ]?á er vanalega sagt, að það hafi verið „rekið frá“ og þykir það heldr óvirðing. Og hafi nú þetta ung- menni vitanlega fremr góðar námsgáfur og í tilbót kunni liinn fyrirskipaða barnalærdóm nokkurn veginn til fullnustu utan að, geti lesið upp úr sér hverja grein í „kverinu“, sem fyrir verðr, „reip- rennandi", þá þykir þar beint kenna ranglætis eða hlutdrœgni frá prestsins hálfu. þar sem þessi skoðan, ef skoðan skyldi kalla, er ofan á, en það er í rauninni með tiltölulega fáum undantekn- ingum um endilangt ísland, þar er augsýnilega út frá því gengið, að fermingin sé ekkert annað en próf í því kristilega frœðaágripi, sem heimtað er að ungmennin nemi. Á heitorðið, sem unglingr- inn í fermingunni vinnr, það að hann afneiti djöflinum og öllurn lians verkum og öllu hans athœfi, trúi af öllu hjarta á guð föður, son og heilagan anda, og að hann vilji standa stöðugr í þessari trú

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.