Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1887, Page 6

Sameiningin - 01.06.1887, Page 6
3 fermdir gengiS á skóla. þetta að svo tiltölulega fáir unglingar hér hjá oss haldaáfram með sitt kristindómsnám eftir að þeir eru, fermdir má nú svona áþreifanlega sýna með tölum. En hitt verðr ekki eins skýrt sýnt, enda þútt það sé víst, að þeir eru sorg- lega margir, sem hér hjá oss hafa áðr en langt leið frá ferining- unni með tilliti til trúar eða lífernis horfið frá kristindóminuin og suinir jafnvel algjörlega dregið sig út úr kirkjunni. Fermingin þýddi þó einmitt það, að þeir með henni gengi guðikristinna manna á hönd, sœrist með henni inn í kirkju drottins, cn svo lcemr hitt fram, að eftir ferminguna eru böndin, sem áttu að binda þá við drottin, óðum að slitna, þar til ekkert er eftir lengr. það að svona fer fyrir mörgum eftir að hann hefir fermdr verið liggr nú eflaust yfirhöfuð að tala í hinni rótgrónu röngu skoðan á ferrningunni hjá, oss liggr við að segja, öllum þorra al- mennings þjóðar vorrar. það er svo afar-lítil álierzla á það lögð í almenningsálitinu, hvað unglingrinn, sem fermdr er, gjörir sjálfr í fermingunni; því er nærri því alveg gleymt, að unglingr- inn sjálfr staðfestir þá trú, er hinn kristni söfnuðr játar og sem hann á órnálga aldri helir verið skírðr upp á, leggr með eigin munni fram hátíðlega játning um þá trú, er hann vilji lifa og deyja upp á, vitnar sjálfr um það að kristindómr safnaðarins sé hans lífsakkeri. Vér segjum að þessu liggi í almenningsálitinu við að vera alveg gleymt; en hinu halda menn föstu, og á annað virð- ist varla litið, að prestrinn staðfesti unglinginn, svo fermingin verðr eftir þessu í raun og veru prestsins verk, en ekki unglings- ins. Og svo v’ilja menn þá að börn sín sé fermd til þess að þau þar með fái eins konar andlega innsigling frá kirkjunni upp á það að þau sé nú orðin fullkomlega kristnir menn. Eftir að ferming- arinnsiglið er fengið er þá líka eðlilega litið svo á, að öllu kristin- dómsnámi sé lokið. þetta er herfileg hjátrú, og hana þarf sem fyrst að brjóta niðr hjá oss. Betra er að öll ferming sé af tekin hjá oss en að menn fermist upp á þessa hjátrú. Og vér segjurn, að kirkja vor geti ekki með góðri samvizku haldið fermingarsiðnum, ef hún sér engin ráð til þess að halda öllum þorra þeirra ung- menna, er hún lætr ferma, á vegum lifanda kristindóms eftir ferm- inguna. það verðr litið svo á, og það engan veginu ástœðulaust, af mótstöðumönnum kirkjunnar, að ferming só að miklu leyti ekki annað en yiirskotseiðr, syndsamlegr og siðum spillandi, ef því heldr áfram, að svo og svo stór hópr þeirra, er fermdir eru, rcynist

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.