Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1887, Side 7

Sameiningin - 01.06.1887, Side 7
 —55— eftir á fráhverfr því, er í fermingunni er hátíðlega heitiS að fram fylgja. AS geta sagt sér þaS fyrir í hvert skifti sem stœrri eSa minni ungmennahópr er fermdr í einhverjum söfnuði, aS þriðj- ungrinn eða helmingrinn eða, ef til vill, enn fieiri í þeim hóp hverfi frá kristindóminum fyr eða síðar, þrátt fyrir hiS hátíSlega fermingarheit, það er óneitanlega hryggileg tilhugsan. En þetta getr nú í rauninni hver hugsandi maSr sagt sér fyrir við ferming- ar í kirkju vorri, ef hann ekki lokar augunum fyrir því, hvar fjöldi af fermdu fólki þjóðar vorrar stendr á þessum tíma, bæði hér í landi og heima á Islandi. HvaS á þá hér við að gjöra ? Sumir munu svara : „Bezta úrræðiS er að hætta alveg viS ferminguna, til þess aS hvorki kirkjan í heild sinni né hinir einstöku, sem fermdir eru, syndgi fratnar með henni“. þessu er haldið fram í ritgjörS einni, sem reyndar er engan veginn í kirkjulegum eðaaS minnsta kosti ekki í lúterskum anda, í „Fjallkonunni“ 8. Marz síðastl.; þar segir meS- al annnars: „EiStaka unglingsins er barnalegr siSr og byggist á misskilningi. það á aS vinna menn til að iSka dyggSina ineð því að setja þeim fyrir sjónir elsku hins algóSa föður og ágæti dyggðarinnar sjálfrar, en ekki með samningum og svar- dögum.“ Ef svo væri til ætlazt af kirkjunni með fermingunni aS taka unglingana nauSuga eSa aS ininnsta kosti ósannfœrSa og láta þá vinna eið aS kristindóminum, þá væri þetta satt og rétt. En af því það er ekki, heldr er hugsanin sú, aS ung- lingarnir, sem upp vaxa í söfnuðunum, jafnóðum og þeir fá persónulega sannfœring fyrir sannindum hinnar kristnu trúar, játi opinherlega fyrir söfnuSi sínum þessa sannfoering sína, þá er þessi aSíinning ástœðulaus og ranglát. Fermingin er ekki eða á eftir hugsjón sinni ekki aS vera neitt annaS en slík játning. Og þegar þessu er haldiS föstu, þá liggr fermingarspursmáliS opiS fyrir, svo hverjurn manni ætti aS vera ljóst, hvaS við er að gjöra. I frjálsum sjálfstjórnanda söfnuSi hljóta menn, eins og áSr er á vikið, aS hafa einhverja trygging fyrir því, aS hver sá, er fullkominna réttinda á aS njóta í safnaSarfélaginu, undir gangist grundvallarlög þess félags, en hjartaS í grundvallar- lögum kristins safnaðar er auðvitaS trúin á þaS, sem játaS er í fermingunni; svo það er þá eigi meiri barnaskapr að ferming er haldiS í kristnum söfnuSi, eins og í vorri kirkju er til ætl- azt að hún sé, heldr en að hvert veraldlegt félag sem er hefir i

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.