Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1887, Page 8

Sameiningin - 01.06.1887, Page 8
- —56— lög, sem allir ]?eir, er í þaS ganga, sknldbinda sig til að halda. 011 vandræðin út at' fermingnnni í kirkju vorri hyrfi eða að minnsta kosti minnkuðu til stórra muna, ef þess væri vandlega gætt, að enginn uuglingr væri staðfestr fyr en vissa væri feng- *» in eða að minnsta lcosti miklar líkur fyrir því, að hann hefði fengið eigin sannfœring fyrir kristinni trú, svo að hann í sann- leika staðfesti sig sjálfr í kristninni með fermingunni. þá yrði fermingin engin dauð seremonía fyrir unglingunum, enginn yfir- skotseiðr, engin nauðungareiðtaka, ekkert innsigli frá kirkjunni upp á það að hann væri út skrifaðr úr skóla kristindómsins. Hann inn skrifaðist þá þvert á móti til fulls og alls í þennan skóla. En þá yrði allir auðvitað eigi fermdir á sama aldrs- skeiði, sumir eigi fyr en þeir væri fullorðnir, og sumir, ef til vill, aldrei. það er líkt með ferminguna eins og með hina svo kölluðu prestvígslu. Með fermingunni eru þeir, sem í œsku hafa skírðir verið, að vissu leyti vígðir til hins almenna prest- dœmis kristinna manna (1. Pét. 2, 5. 9; Opinb. 1, 6; 5, 10); með prestvígslunni vígjast menn til hins sérstaka prestdœmis, kenni- mannsstarfsins eða prékikara-embættisins. A undan hvorri tveggji vígslunni er ætlazt til að gangi próf: fermingarprófið, guðfrœðisprófið. Hvort skyldi nú að sjálfsögðu hver sá, er 4 staöizt hefir guðfrœðispróf, vígðr til prests ? Getr ekki hugsun- arháttr og lífshegðan þess, er náð hefir guðfrœðisprófi, jafnvel með góðum vitnisburði, verið svo, að augsýnilegt sé, að það er óhœfa að hann fari að takast á hendr forstöðu í kristnum söfnuði ? það munu flestir viörkenna; enda hefir einatt á Is- landi heyrzt um það megn umkvartan, að kirkjustjórnin þar hleypti inn í prestsembætti hverjum þeim, sem guðfrœðisprófi hefir náð, hvort sem hann hefði nokkra aðra hœfilegleika til þess að takast það starf á hendr heldr en þekkinguna eina ellegar ekki. Getr þá almenningr, þegar hann hugsar sig um, verið svo ósamkvæmr sjálfum sér, að telja sjálfsagt eða jafnvel heimta, að hver unglingr sé fermdr, vígðr af kirkjunni tifhins almenna prest- skapar, hvað sem lífsstefnu hans líðr, ef hann að eins hefir numið ^ hið kirkjulega frœðaágrip vort og getr staðizt próf í því nokk- urn veginn ? Getr ekki hver maðr séð, að það er hrópleg synd að láta unglinginn vinna staðfestingareið, eins dýran og ferm- iugarheitið er, meðan kristindómrinn er enn að mestu eða öllu leyti fyrir utan hjarta hans ? Eiga ekki allir kristnir foreldr-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.