Sameiningin - 01.06.1887, Page 13
—61 —
annars nærri eingöngu um þaö, þegar beöið er um líkamleg eða
jarðnesk gœði, en segir þó, að vér eigum að kosta kapps um
að „biðja e i n u n g i s um andlegar blessanir, ánþess þóað
leggja höft á þörf vora til að biðja um hvað sem vera skal“!
Hann trúir því ekki, að bœnin geti haft nein áhrif á guð.
En á öðrum stað, í ritgjörð sinni í „Heimskringlu“ nr. 19
gegn ritdómi vorum á hinum tveim áðr út komnu rœðum hans,
heldr hann því þó fast fram, að bœn í Jesú nafni liafi áhrif á
guð og komi honum til að veita oss það, er oss vanhagar um.
Svona lendir hann aftr og aftr í mótsögn við sjálfan sig einmitt
á meðan hann er að draga kirkjuna í sundr í háði fyrir henn-
ar „mótsagnir". Hann leggr ákaflega mikla áherzlu á hið svo
kallaða náttúrulöginál guðs, og eigi verðr betr séð en að hon-
um virðist guði alveg ofvaxið að ráða við það, úr þvi hann
einu sinni er nú búinn að hleypa því á stað. „Hegning synd-
arinnar er náttúrulöginál, eins og líka umbun dyggðarinnar",
segir hann. Eftir „náttúrulögmálinu" ætti nú sá maðr, sem
kýs sér syndina og forherðir sig móti guði óhjákvæmilega að
sökkva æ dýpra og dýpra og eilífr dauði að liggja opinn fyrir,
því eftir skoðan Jansons getr guð ekki upp hafið „náttúrulög-
mál“ sitt. þessi ályktan ætti þannig að leiða til trúarinnar á
eilífa fyrirdœming; en henni neitar hann nú einmitt og kemst
þannig enn á ný í mótsögn við sjálfan sig, eða með öðrum orð-
um neitar því að draga rétta ályktan af sínum fyrri setningum.
1 stað þess grípr hann nú til guðs kærleika, sem þannig á end-
anurn ryðr „náttúrulögmálinu" á burtu, svo syndarinn snýr við
og frelsast. Að Jesús Kristr kennir skýlaust, að til sé eilíf fyr-
irdœming, þarf ekki að sanna hér. Guðspjöllin bera þess órœk-
an vott. Og leggi maðr frjálsræði mannsins til grundvallar
fyrir skoðan sinni, þá hlýtr náttúrleg hugsan heilbrigðrar skyn-
semi að komast til sömu niðrstöðu. En gangi inaðr aftr á móti
út frá hugmyndinni um kærleik guðs, þá rís hugsan mannsins.
svo framarlega sem hrin að öðru leyti tekr ekki tillit til þess,
sem um þetta efni er opinberað í guðs orði, öndverð á móti
eilífri fyrirdœming.
Eftir skoðan Jansons ræðr guð ekkert við sína heims-
maskínu, hér í tímanum að minnsta kosti, annað en láta hana
ganga eftir sínum óbreytanlegu náttúrulögum. Maðrinn kvelst,
andvarpar, biðr, og það hefir engin áhrif á guð. Guð getr ekki